Kanar kaupa lúxusbíla Finnur Thorlacius skrifar 2. mars 2013 11:05 Bandaríkjamenn keyptu 31% fleiri Porsche bíla í febrúar í ár en í fyrra Stóru bandarísku framleiðendurnir allir með aukningu, en Kia, Nissan og Volvo með minnkun. Tölur um sölu nýrra bíla í Bandaríkjunum í febrúar eru nú þegar komnar í ljós. Þar í landi er bílasala góð og þrátt fyrir að söludagar í fyrra hafi verið fleiri sökum hlaupárs er salan nú 3,7% meiri og alls seldust 1,19 milljón bílar. Athygli vekur að í efstu sætunum hvað aukningu í sölu varðar eru margir lúxusbílaframleiðendur. Bentley var með 43% aukningu, Porsche 31%, Audi 28%, Benz 23%, Cadillac 20% og Land Rover einnig með 20% aukningu í sölu. Annað sem vekur einnig furðu er slæmt gengi Kia sem var með 8% minnkun í sölu, sem og 7% minnkun hjá Nissan, Chrysler og Volvo og 16% hjá Jeep. Stóru bandarísku framleiðendurnir seldu allir meira, Ford með 9% aukningu, GM 7% og Chrysler 4%. Toyota var með 4% aukningu en Honda 2% minnkun. Spáð er áframhaldandi góðri sölu bíla vestanhafs og heildarsölu uppá 15,4 milljón bíla. Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent
Stóru bandarísku framleiðendurnir allir með aukningu, en Kia, Nissan og Volvo með minnkun. Tölur um sölu nýrra bíla í Bandaríkjunum í febrúar eru nú þegar komnar í ljós. Þar í landi er bílasala góð og þrátt fyrir að söludagar í fyrra hafi verið fleiri sökum hlaupárs er salan nú 3,7% meiri og alls seldust 1,19 milljón bílar. Athygli vekur að í efstu sætunum hvað aukningu í sölu varðar eru margir lúxusbílaframleiðendur. Bentley var með 43% aukningu, Porsche 31%, Audi 28%, Benz 23%, Cadillac 20% og Land Rover einnig með 20% aukningu í sölu. Annað sem vekur einnig furðu er slæmt gengi Kia sem var með 8% minnkun í sölu, sem og 7% minnkun hjá Nissan, Chrysler og Volvo og 16% hjá Jeep. Stóru bandarísku framleiðendurnir seldu allir meira, Ford með 9% aukningu, GM 7% og Chrysler 4%. Toyota var með 4% aukningu en Honda 2% minnkun. Spáð er áframhaldandi góðri sölu bíla vestanhafs og heildarsölu uppá 15,4 milljón bíla.
Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent