Byrjuðu á verðinu Finnur Thorlacius skrifar 4. mars 2013 09:03 Nýi CLA bíll Benz á að höfða til ungs fólks og verðið vestanhafs er 29.900 dollarar. Nýjasti bíll Mercedes Benz, CLA kostar 29.900 dollara í Bandaríkjunum og það var það fyrsta sem ákveðið var, áður en hann komst á teikniborðið. Þá var Benz að velta fyrir sér hvernig mætti freista ungra kaupenda þar sem annarsstaðar og árið var 2009. Svarið var einfalt – með verði sem ekkert ætti skilt við Mercedes Benz. Með þetta verð var lagt af stað og hannaður bíll sem félli yngri kaupendum í geð og að sjálfsögðu yrði hann með "coupe"-lagi og sportlegur, en framhjóladrifinn til að halda niðri verðinu. Bíllinn kostar því innan við 4 milljónir króna vestanhafs en ekki er ljóst á hvaða verði hann býðst hér á landi en hann er væntanlegur í sölu hjá Öskju í aprílmánuði. Bíllinn átti að minnsta kosti að vera 5.000 dollurum ódýrari en C-Class bílarnir en endaði reyndar 6.375 dollurum lægri, en ódýrasta gerð C-Class kostar 36.275 dollara. Endanlegt verð CLA bílsins var tilkynnt í Bandaríkjunum á Superbowl úrslitaleiknum í Bandarískum fótbolta. Markhópurinn sem Mercedes Benz horfir til með CLA bílnum er á aldrinum 30-40 ára. CLA bíllinn er smíðaður í nýrri verksmiðju Benz í Ungverjalandi og er það ein skýring þess hve bíllinn er ódýr. Laun þar í landi eru talsvert mikið lægri en starfsfólks bílaverksmiðja Benz í Þýskalandi. Verksmiðjan í Ungverjalandi getur nú smíðað 150.000 bíla á ári en gæti aukið framleiðsluna í 300.000 bíla árið 2015. Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent
Nýi CLA bíll Benz á að höfða til ungs fólks og verðið vestanhafs er 29.900 dollarar. Nýjasti bíll Mercedes Benz, CLA kostar 29.900 dollara í Bandaríkjunum og það var það fyrsta sem ákveðið var, áður en hann komst á teikniborðið. Þá var Benz að velta fyrir sér hvernig mætti freista ungra kaupenda þar sem annarsstaðar og árið var 2009. Svarið var einfalt – með verði sem ekkert ætti skilt við Mercedes Benz. Með þetta verð var lagt af stað og hannaður bíll sem félli yngri kaupendum í geð og að sjálfsögðu yrði hann með "coupe"-lagi og sportlegur, en framhjóladrifinn til að halda niðri verðinu. Bíllinn kostar því innan við 4 milljónir króna vestanhafs en ekki er ljóst á hvaða verði hann býðst hér á landi en hann er væntanlegur í sölu hjá Öskju í aprílmánuði. Bíllinn átti að minnsta kosti að vera 5.000 dollurum ódýrari en C-Class bílarnir en endaði reyndar 6.375 dollurum lægri, en ódýrasta gerð C-Class kostar 36.275 dollara. Endanlegt verð CLA bílsins var tilkynnt í Bandaríkjunum á Superbowl úrslitaleiknum í Bandarískum fótbolta. Markhópurinn sem Mercedes Benz horfir til með CLA bílnum er á aldrinum 30-40 ára. CLA bíllinn er smíðaður í nýrri verksmiðju Benz í Ungverjalandi og er það ein skýring þess hve bíllinn er ódýr. Laun þar í landi eru talsvert mikið lægri en starfsfólks bílaverksmiðja Benz í Þýskalandi. Verksmiðjan í Ungverjalandi getur nú smíðað 150.000 bíla á ári en gæti aukið framleiðsluna í 300.000 bíla árið 2015.
Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent