Volkswagen Golf bíll ársins í Evrópu 2013 Finnur Thorlacius skrifar 4. mars 2013 22:57 Bíll ársins í Evrópu - Volkswagen Golf Fékk 414 stig í fyrsta sæti og Toyota GT-86 hlaut 202 í annað sæti. Tilkynnt var á bílasýningunni í Genf í dag, sem opnar reyndar formlega á morgun, að Volkswagen Golf hafi verið kosinn Bíll ársins í Evrópu fyrir árið 2013. Golf fékk yfirburðakosningu og hlaut 414 stig, en í öðru sæti varð Toyota GT-86/Subaru BRZ með 202 stig og Volvo V40 í þriðja sæti með 189 stig. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Volkswagen Golf hlýtur þennan titil, en það gerðist einnig árið 1992 og var bíllinn þá af þriðju kynslóð. Nú er hann nýkominn á markað af sjöundu kynslóð. Dómnefndin sagði að Golf hefði hlotið titilinn að þessu sinni vegna óumdeildra gæða hvert sem litið er, til öryggismála, sparneytni, aksturseiginleika og þæginda. Með honum hafi tekist að varðveita fyrri ímynd hans þrátt fyrir að um algerlega nýjan bíl sé að ræða. Volkswagen hafi að auki tekist að stórlétta bílinn, eiginleikum hans og sparneytni til framdráttar. Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent
Fékk 414 stig í fyrsta sæti og Toyota GT-86 hlaut 202 í annað sæti. Tilkynnt var á bílasýningunni í Genf í dag, sem opnar reyndar formlega á morgun, að Volkswagen Golf hafi verið kosinn Bíll ársins í Evrópu fyrir árið 2013. Golf fékk yfirburðakosningu og hlaut 414 stig, en í öðru sæti varð Toyota GT-86/Subaru BRZ með 202 stig og Volvo V40 í þriðja sæti með 189 stig. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Volkswagen Golf hlýtur þennan titil, en það gerðist einnig árið 1992 og var bíllinn þá af þriðju kynslóð. Nú er hann nýkominn á markað af sjöundu kynslóð. Dómnefndin sagði að Golf hefði hlotið titilinn að þessu sinni vegna óumdeildra gæða hvert sem litið er, til öryggismála, sparneytni, aksturseiginleika og þæginda. Með honum hafi tekist að varðveita fyrri ímynd hans þrátt fyrir að um algerlega nýjan bíl sé að ræða. Volkswagen hafi að auki tekist að stórlétta bílinn, eiginleikum hans og sparneytni til framdráttar.
Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent