Veiðileyfi á kvikmyndahátíð Garðar Örn Úlfarsson skrifar 5. mars 2013 08:30 Verðlaunamyndin Predator verður sýnd á Rise-kvikmyndahátíðinni á fimmtudagskvöld. Á hátíðinni kynna veiðileyfasalar leyfi sem laus eru næsta sumar. Að því er fram kemur í tilkynningu frá fluguveiðikvikmyndahátíðinni RISE verður margt á boðstólum í anddyri í Bíó Paradís frá því húsið opnar klukkan sjö. "Veiðiþjónustan Strengir verður á staðnum og kynnir fyrir okkur þær ár sem þeir eru í forsvari fyrir, Veiðifélagið Hreggnasi kemur líka og verður með kynningu á ánum sínum ásamt því að Veiðifélagið Lax-á verður á staðnum og færir okkur í sannleikann um vatnasvæðin sem þeir ráða yfir," segir í tilkynningunni. Þá kemur fram að kynning verði á hluta af því DVD úrvali sem nú er á hinum árlega Veiðibóka- og DVD markaði og að hægt að kaupa fluguveiðimyndir á staðnum. Sýning á myndinni Predator frá Gin Clear Media hefst klukkan átta. Er þar fylgst með fluguveiðmönnum eltast við stærstu fiska sem flugustangir ráða við. Væntanlega spillir ekki fyrir stemningunni að í hléi verð dregnir út happdrættismiðar þar sem veiðileyfi, gjafabréf og fleira. Stangveiði Mest lesið Spá góðu smálaxaári Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði Gleymir stund og stað við árbakkann Veiði Fín sjóbleikjuveiði í Hraunsfirði Veiði 70-90 laxa dagar í Eystri Rangá Veiði Vatnsdalsá með 76 laxa og 83 sm meðallengd Veiði Nýtt tölublað af Veiðimanninum komið út Veiði Veiðikeppnin litla Veiði Gæsaveiðin hófst í dag Veiði Laxá í Dölum enn ein áin til að opna með glæsibrag Veiði
Verðlaunamyndin Predator verður sýnd á Rise-kvikmyndahátíðinni á fimmtudagskvöld. Á hátíðinni kynna veiðileyfasalar leyfi sem laus eru næsta sumar. Að því er fram kemur í tilkynningu frá fluguveiðikvikmyndahátíðinni RISE verður margt á boðstólum í anddyri í Bíó Paradís frá því húsið opnar klukkan sjö. "Veiðiþjónustan Strengir verður á staðnum og kynnir fyrir okkur þær ár sem þeir eru í forsvari fyrir, Veiðifélagið Hreggnasi kemur líka og verður með kynningu á ánum sínum ásamt því að Veiðifélagið Lax-á verður á staðnum og færir okkur í sannleikann um vatnasvæðin sem þeir ráða yfir," segir í tilkynningunni. Þá kemur fram að kynning verði á hluta af því DVD úrvali sem nú er á hinum árlega Veiðibóka- og DVD markaði og að hægt að kaupa fluguveiðimyndir á staðnum. Sýning á myndinni Predator frá Gin Clear Media hefst klukkan átta. Er þar fylgst með fluguveiðmönnum eltast við stærstu fiska sem flugustangir ráða við. Væntanlega spillir ekki fyrir stemningunni að í hléi verð dregnir út happdrættismiðar þar sem veiðileyfi, gjafabréf og fleira.
Stangveiði Mest lesið Spá góðu smálaxaári Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði Gleymir stund og stað við árbakkann Veiði Fín sjóbleikjuveiði í Hraunsfirði Veiði 70-90 laxa dagar í Eystri Rangá Veiði Vatnsdalsá með 76 laxa og 83 sm meðallengd Veiði Nýtt tölublað af Veiðimanninum komið út Veiði Veiðikeppnin litla Veiði Gæsaveiðin hófst í dag Veiði Laxá í Dölum enn ein áin til að opna með glæsibrag Veiði