Dásamleg hráfæðiskaka með jarðaberjum og kókos Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 10. mars 2013 09:30 Helga Gabríela, hráfæðisgúrinn sem Lífið birti grein um í gær, deilir hér með okkur uppskrift af dásamlegri hráfæðisköku með jarðaberjum og kókos. Fullkomin með sunnudagskaffinu. Kókos og jarðaberjakaka Botn: 1 bolli af Raw Health súkkulaði múslí (fæst í Heilsuhúsinu) . 2-3 mjúkar döðlur og þurrkaðar fíkjur 1/2 bolli valhnetur 1-2 msk lífrænt gróft hnetusmjör 1 msk kókosolíaÞað fyrsta sem þarf að gera er að saxa döðlurnar, fíkjurnar og valhneturnar smátt eða skella þeim í matvinnsluvél. Öllu hráefninu blandað vel saman, og þjappað í form. Sáraeinfalt! Krem: 1 kókoshneta 5-6 jarðaber, eða eftir smekk 1 bolli kókosrjómi Engifer (malað) Kanill, eftir smekk Kókoskjötið úr kókoshnetunni, sett í blandara ásamt jarðaberjum, kókosrjóma og kryddi. Blandað þannig að kremið verði silkimjúkt. Ég vildi hafa kökuna lagskipta, en það ekki nauðsynlegt. Botninum er þjappað samam, kremið sett á milli og jarðaber skorin og raðað með. Síðan er um að gera að skreyta kökuna með jarðaberjum og kókosflögum. Geymist síðan í kæli í a.m.k. í eina klst.Njótið vel! Helga Gabríela. Helga Gabríela Kökur og tertur Uppskriftir Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið
Helga Gabríela, hráfæðisgúrinn sem Lífið birti grein um í gær, deilir hér með okkur uppskrift af dásamlegri hráfæðisköku með jarðaberjum og kókos. Fullkomin með sunnudagskaffinu. Kókos og jarðaberjakaka Botn: 1 bolli af Raw Health súkkulaði múslí (fæst í Heilsuhúsinu) . 2-3 mjúkar döðlur og þurrkaðar fíkjur 1/2 bolli valhnetur 1-2 msk lífrænt gróft hnetusmjör 1 msk kókosolíaÞað fyrsta sem þarf að gera er að saxa döðlurnar, fíkjurnar og valhneturnar smátt eða skella þeim í matvinnsluvél. Öllu hráefninu blandað vel saman, og þjappað í form. Sáraeinfalt! Krem: 1 kókoshneta 5-6 jarðaber, eða eftir smekk 1 bolli kókosrjómi Engifer (malað) Kanill, eftir smekk Kókoskjötið úr kókoshnetunni, sett í blandara ásamt jarðaberjum, kókosrjóma og kryddi. Blandað þannig að kremið verði silkimjúkt. Ég vildi hafa kökuna lagskipta, en það ekki nauðsynlegt. Botninum er þjappað samam, kremið sett á milli og jarðaber skorin og raðað með. Síðan er um að gera að skreyta kökuna með jarðaberjum og kókosflögum. Geymist síðan í kæli í a.m.k. í eina klst.Njótið vel! Helga Gabríela.
Helga Gabríela Kökur og tertur Uppskriftir Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið