Saab 9-3 sem aldrei var framleiddur 23. febrúar 2013 12:15 Þrír nýir Saab bílar voru í þróun þegar fyrirtækið fór í gjaldþrot. Þegar litið er aftur til hægs og sársaukafulls dauðdaga Saab er nær ómögulegt að gera slíkt án þess að hugsa til þess hvernig framtíðarbílar Saab hefðu orðið. Hér má einmitt sjá það, en á myndinni er sá 9-3 bíll sem leyst hefði á hólmi síðasta 9-3 framleiðslubíl. Þessi bíll, sem var í þróun hafði fengið nafnið 9-3 Phoenix og var teiknaður af Jason Castriota. Hann hafði það hlutverk að hanna bíla sem skírskotuðu til fyrra útlits Saab bíla en áttu að taka mun styttri tíma og kosta minna í þróun en almennt gerist með bíla. Þessi 9-3 bíll hefði komið í sölu árið 2014, ef örlög Saab hefðu orðið á annan veg. Castriota náði að hanna þennan bíl, auk blæjuútgáfu hans og til stóð að hefja þróun sportbíls með 2+2 sætaskipan, en hann náði ekki mikið lengra en á hugmyndastigið. Hann hafði þó eignast nafnið Sonnett og eitt tilraunaeintak var smíðað af bílnum. Það var sýnt á bílasýningunni í Genf árið 2011 og sést hann á myndskeiðinu hér að ofan. Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent
Þrír nýir Saab bílar voru í þróun þegar fyrirtækið fór í gjaldþrot. Þegar litið er aftur til hægs og sársaukafulls dauðdaga Saab er nær ómögulegt að gera slíkt án þess að hugsa til þess hvernig framtíðarbílar Saab hefðu orðið. Hér má einmitt sjá það, en á myndinni er sá 9-3 bíll sem leyst hefði á hólmi síðasta 9-3 framleiðslubíl. Þessi bíll, sem var í þróun hafði fengið nafnið 9-3 Phoenix og var teiknaður af Jason Castriota. Hann hafði það hlutverk að hanna bíla sem skírskotuðu til fyrra útlits Saab bíla en áttu að taka mun styttri tíma og kosta minna í þróun en almennt gerist með bíla. Þessi 9-3 bíll hefði komið í sölu árið 2014, ef örlög Saab hefðu orðið á annan veg. Castriota náði að hanna þennan bíl, auk blæjuútgáfu hans og til stóð að hefja þróun sportbíls með 2+2 sætaskipan, en hann náði ekki mikið lengra en á hugmyndastigið. Hann hafði þó eignast nafnið Sonnett og eitt tilraunaeintak var smíðað af bílnum. Það var sýnt á bílasýningunni í Genf árið 2011 og sést hann á myndskeiðinu hér að ofan.
Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent