Biðin eftir nýjum Toyota RAV4 er á enda Finnur Thorlacius skrifar 26. febrúar 2013 16:45 Kominn með dísilvél og varadekkið horfið af afturleranum. Óhætt er að segja að margir bíði eftir nýrri og gerbreyttri fjórðu kynslóð hins vinsæla jepplings Toyota RAV4. Eigendur RAV4 á Íslandi er mýmargir og hafa vafalaust margir hug á endurnýjun. Sú bið er á enda því Toyota á Íslandi hefur fengið fyrsta bílinn til landsins. Toyota RAV4 verður formlega kynntur hjá Toyota næstu helgi. Bíllinn hefur tekið miklum breytingum að ytra útliti og hefur lengst um 20 sentimetra. Innanrými hans hefur því vaxið mikið. Toyota RAV4 hefur hingað til einungis verið boðinn með bensínvél, en það breytist nú og má búast við því að dísilútgáfa bílsins verði fullt eins vinsæl hjá íslenskum kaupendum hans. Önnur áberandi breyting er fólgin í því að varadekkið er horfið af afturhleranum og hann opnast nú ekki til hliðar, heldur upp og er opnun og lokun hans rafræn og nýtískuleg. Þrír íslenskir blaðamenn fengu tækifæri til að prufuaka nýjum RAV4 í nágrenni Barcelona í síðustu viku og mun reynsluakstursgrein um þennan nýja bíl birtast hér eftir viku. Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Kominn með dísilvél og varadekkið horfið af afturleranum. Óhætt er að segja að margir bíði eftir nýrri og gerbreyttri fjórðu kynslóð hins vinsæla jepplings Toyota RAV4. Eigendur RAV4 á Íslandi er mýmargir og hafa vafalaust margir hug á endurnýjun. Sú bið er á enda því Toyota á Íslandi hefur fengið fyrsta bílinn til landsins. Toyota RAV4 verður formlega kynntur hjá Toyota næstu helgi. Bíllinn hefur tekið miklum breytingum að ytra útliti og hefur lengst um 20 sentimetra. Innanrými hans hefur því vaxið mikið. Toyota RAV4 hefur hingað til einungis verið boðinn með bensínvél, en það breytist nú og má búast við því að dísilútgáfa bílsins verði fullt eins vinsæl hjá íslenskum kaupendum hans. Önnur áberandi breyting er fólgin í því að varadekkið er horfið af afturhleranum og hann opnast nú ekki til hliðar, heldur upp og er opnun og lokun hans rafræn og nýtískuleg. Þrír íslenskir blaðamenn fengu tækifæri til að prufuaka nýjum RAV4 í nágrenni Barcelona í síðustu viku og mun reynsluakstursgrein um þennan nýja bíl birtast hér eftir viku.
Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira