Bretar veðja á vetnisbíla 10. febrúar 2013 14:30 Gera ráð fyrir að vetnisbílar verði 1,6 milljónir talsins árið 2030. Ef marka má spár breskra yfirvalda og hæstráðenda í bíliðnaðinum þarlendis verða mjög margir vetnisbílar á breskum götum innan tveggja áratuga. Áætlanir gera ráð fyrir að á árinu 2030 verði þeir orðnir 1,6 milljónir talsins og að 300.000 vetnisbílar seljist á hverju ári. Í þessum áætlunum er gert ráð fyrir að sala vetnisbíla taki verulegan kipp eftir 3 ár þegar fyrstu samkepnnishæfu bílarnir sem nýta vetni sem eldsneyti koma á markaðinn. Ekki er gert ráð fyrir mikilli sprengju í sölu þeirra til að byrja með, enda til staðar tregða hjá kaupendum við nýrri tækni, en það eigi þó eftir að breytast. Fyrstu árin er ráð fyrir gert að 65 eldsneytisstöðvar með vetni dugi til að sinna þeim bílum sem ganga fyrir vetni, en árið 2030 verði þær orðnar meira en eitt þúsund talsins. Ef þetta gengur allt saman eftir munu Bretar koma í veg fyrir útlosun á þremur milljónum tonna á koldíoxíði ár hvert. Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent
Gera ráð fyrir að vetnisbílar verði 1,6 milljónir talsins árið 2030. Ef marka má spár breskra yfirvalda og hæstráðenda í bíliðnaðinum þarlendis verða mjög margir vetnisbílar á breskum götum innan tveggja áratuga. Áætlanir gera ráð fyrir að á árinu 2030 verði þeir orðnir 1,6 milljónir talsins og að 300.000 vetnisbílar seljist á hverju ári. Í þessum áætlunum er gert ráð fyrir að sala vetnisbíla taki verulegan kipp eftir 3 ár þegar fyrstu samkepnnishæfu bílarnir sem nýta vetni sem eldsneyti koma á markaðinn. Ekki er gert ráð fyrir mikilli sprengju í sölu þeirra til að byrja með, enda til staðar tregða hjá kaupendum við nýrri tækni, en það eigi þó eftir að breytast. Fyrstu árin er ráð fyrir gert að 65 eldsneytisstöðvar með vetni dugi til að sinna þeim bílum sem ganga fyrir vetni, en árið 2030 verði þær orðnar meira en eitt þúsund talsins. Ef þetta gengur allt saman eftir munu Bretar koma í veg fyrir útlosun á þremur milljónum tonna á koldíoxíði ár hvert.
Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent