Vöxtur Volkswagen 14,9% í janúar 16. febrúar 2013 11:30 Salan hjá Seat óx mest en hún minnkaði hjá Skoda milli ára. Áfram heldur kröftugur vöxtur þýska bílasmiðsins Volkswagen og tæplega 15 prósenta söluaukning þess hlýtur að hræða aðra framleiðendur og sannfæra þá um að markmið Volkswagen að verða stærsti bílaframleiðandi heims árið 2018 er ekki svo ólíklegt. Mikil eftirspurn eftir bílum Volkswagen samstæðunnar í Kína og Bandaríkjunum skýrir mest þennan góða árangur í síðasta mánuði. Heildarsalan í heiminum var 749.900 bílar. Salan í Kína einu var 298.300 bílar og óx um 43,3%, en 42.700 í Bandaríkjunum og óx um 16,2%. Í Evrópu féll salan um 3% og heildarsalan þar 252.200 bílar. Af öllum bílamerkjum Volkswagen jókst salan mest hjá hinu spænska Seat, eða um 19,1%. Næst kom merki Volkswagen með 17,4% vöxt og Audi með 16,4%. Sala Skoda minnkaði hinsvegar um 7,8%. Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent
Salan hjá Seat óx mest en hún minnkaði hjá Skoda milli ára. Áfram heldur kröftugur vöxtur þýska bílasmiðsins Volkswagen og tæplega 15 prósenta söluaukning þess hlýtur að hræða aðra framleiðendur og sannfæra þá um að markmið Volkswagen að verða stærsti bílaframleiðandi heims árið 2018 er ekki svo ólíklegt. Mikil eftirspurn eftir bílum Volkswagen samstæðunnar í Kína og Bandaríkjunum skýrir mest þennan góða árangur í síðasta mánuði. Heildarsalan í heiminum var 749.900 bílar. Salan í Kína einu var 298.300 bílar og óx um 43,3%, en 42.700 í Bandaríkjunum og óx um 16,2%. Í Evrópu féll salan um 3% og heildarsalan þar 252.200 bílar. Af öllum bílamerkjum Volkswagen jókst salan mest hjá hinu spænska Seat, eða um 19,1%. Næst kom merki Volkswagen með 17,4% vöxt og Audi með 16,4%. Sala Skoda minnkaði hinsvegar um 7,8%.
Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent