Eyðilögðu 132 bíla í einni töku á Die Hard 17. febrúar 2013 11:45 Í kvikmynd sem heitir svo skelfandi nafni sem A Good Day To Die Hard er ef til vill eðlilegt að bílum líkt og mannslífum sé ekki þyrmt. Það er hinsvegar ekki sjálfsagt að í einni töku í slíkri mynd séu 132 bílar skemmdir svo mikið að þeir eru alveg ónothæfir. Það sem meira er, 518 aðrir bílar skemmdust og kröfðust mikilla viðgerða. Sumir þessar bíla voru mjög dýrir bílar og í senunni er til dæmis ekið yfir Lamborghini bíl og hann gereyðilagður. Það er ekki að spyrja að peningunum og froðsinu í kvikmyndaheiminum, en þetta hlýtur að vera heimsmet. Þessi sena kostaði 11 milljónir dollar eða ríflega 1,4 milljarð króna og þá eru ekki meðtaldir fjölmargir G-Class jeppar frá Mercedes Benz sem þýska fyrirtækið gaf framleiðanda myndarinnar. Þeir voru að sjálfsögðu allir eyðilagðir. Sjá má glefsur úr myndinni og myndir frá tökum á henni í myndskeiðinu hér að ofan. Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent
Í kvikmynd sem heitir svo skelfandi nafni sem A Good Day To Die Hard er ef til vill eðlilegt að bílum líkt og mannslífum sé ekki þyrmt. Það er hinsvegar ekki sjálfsagt að í einni töku í slíkri mynd séu 132 bílar skemmdir svo mikið að þeir eru alveg ónothæfir. Það sem meira er, 518 aðrir bílar skemmdust og kröfðust mikilla viðgerða. Sumir þessar bíla voru mjög dýrir bílar og í senunni er til dæmis ekið yfir Lamborghini bíl og hann gereyðilagður. Það er ekki að spyrja að peningunum og froðsinu í kvikmyndaheiminum, en þetta hlýtur að vera heimsmet. Þessi sena kostaði 11 milljónir dollar eða ríflega 1,4 milljarð króna og þá eru ekki meðtaldir fjölmargir G-Class jeppar frá Mercedes Benz sem þýska fyrirtækið gaf framleiðanda myndarinnar. Þeir voru að sjálfsögðu allir eyðilagðir. Sjá má glefsur úr myndinni og myndir frá tökum á henni í myndskeiðinu hér að ofan.
Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent