Örlygur Smári og Pétur svara fyrir sig 6. febrúar 2013 13:06 Pétur Örn Guðmundsson, Eyþór Ingi og Örlygur Smári eftir sigurinn á laugardag. Lífið fékk leyfi hjá Örlygi Smára og Pétri höfundum lagsins Ég á Líf sem sigraði Söngvakeppni sjónvarpsins síðustu helgi til að birta eftirfarandi pistil sem þeir birtu á Facebook fyrir stundu. Mikið hefur verið rætt um líkindi lags okkar, Ég á líf, og lagsins "I am cow" síðustu daga. Við höfum ekki farið varhluta af þeirri umræðu. Í upphafi hlógum við bara að þessari samlíkingu en nú þykir okkur komið mál að linni. Alla vega þeirri umræðu að verið sé að væna okkur um lagastuld. Það að láta þjófkenna sig saklausan er ekkert gamanmál og nístir á endanum að innstu hjartarótum. Þau líkindi sem sumir virðast heyra með lögunum er hrein tilviljun. Við höfundarnir höfum aldrei nokkurn tíma heyrt þetta ákveðna lag né heyrt af þessari annars ágætu sveit fyrr en nú. Við vitum heldur ekki til þess að þetta umrædda lag hafi verið leikið nokkurn tíma í íslensku útvarpi. Við tókum ekkert lag og ákváðum að nota það sem grunn í okkar lag. Við lékum okkur bara á píanóið og úr varð fyrst þessi einfaldi lagstúfur sem sunginn er í viðlaginu sem okkur þótti bæði einfaldur og fallegur í senn, svo var prjónað í kringum það erindi og millikafli. Hljómagangurinn í erindinu er sá hinn sami og í viðlaginu, það þótti okkur auka á einfaldleikann og gera lagið einlægara fyrir vikið. Okkur langar annars ekki til þess að ræða þetta mál frekar opinberlega, teljum okkur vera búnir að svara þessum ásökunum. Ef einhver lagahöfundur telur á sér brotið með þessum lagstúf okkar hvetjum við viðkomandi til þess að leggja fram formlega kæru sem við mætum með hreinni samvisku. Ræðið frekar hvort lagið okkar sé skemmtilegt, leiðinlegt, frumlegt, ófrumlegt, fallegt, fyndið eða óþolandi. Já eða eitthvað annað, en ekki að því sé stolið. Það gerðum við ekki.Munið að orð eru sterkasta vopnið bæði til góðs og ills.Örlygur Smári og Pétur Örn Guðmundsson. Tónlist Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Lífið fékk leyfi hjá Örlygi Smára og Pétri höfundum lagsins Ég á Líf sem sigraði Söngvakeppni sjónvarpsins síðustu helgi til að birta eftirfarandi pistil sem þeir birtu á Facebook fyrir stundu. Mikið hefur verið rætt um líkindi lags okkar, Ég á líf, og lagsins "I am cow" síðustu daga. Við höfum ekki farið varhluta af þeirri umræðu. Í upphafi hlógum við bara að þessari samlíkingu en nú þykir okkur komið mál að linni. Alla vega þeirri umræðu að verið sé að væna okkur um lagastuld. Það að láta þjófkenna sig saklausan er ekkert gamanmál og nístir á endanum að innstu hjartarótum. Þau líkindi sem sumir virðast heyra með lögunum er hrein tilviljun. Við höfundarnir höfum aldrei nokkurn tíma heyrt þetta ákveðna lag né heyrt af þessari annars ágætu sveit fyrr en nú. Við vitum heldur ekki til þess að þetta umrædda lag hafi verið leikið nokkurn tíma í íslensku útvarpi. Við tókum ekkert lag og ákváðum að nota það sem grunn í okkar lag. Við lékum okkur bara á píanóið og úr varð fyrst þessi einfaldi lagstúfur sem sunginn er í viðlaginu sem okkur þótti bæði einfaldur og fallegur í senn, svo var prjónað í kringum það erindi og millikafli. Hljómagangurinn í erindinu er sá hinn sami og í viðlaginu, það þótti okkur auka á einfaldleikann og gera lagið einlægara fyrir vikið. Okkur langar annars ekki til þess að ræða þetta mál frekar opinberlega, teljum okkur vera búnir að svara þessum ásökunum. Ef einhver lagahöfundur telur á sér brotið með þessum lagstúf okkar hvetjum við viðkomandi til þess að leggja fram formlega kæru sem við mætum með hreinni samvisku. Ræðið frekar hvort lagið okkar sé skemmtilegt, leiðinlegt, frumlegt, ófrumlegt, fallegt, fyndið eða óþolandi. Já eða eitthvað annað, en ekki að því sé stolið. Það gerðum við ekki.Munið að orð eru sterkasta vopnið bæði til góðs og ills.Örlygur Smári og Pétur Örn Guðmundsson.
Tónlist Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira