Fyrsta platan í fjóra áratugi Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 30. janúar 2013 15:17 Hinn sjötugi Rodriguez hefur ekki gefið út plötu síðan 1971. Mynd/Getty Söngvaskáldið Sixto Rodriguez, sem vann hug og hjörtu tónlistaráhugamanna um allan heim í heimildarmyndinni Searching For Sugar Man, leggur nú drög að þriðju hljóðversplötu sinni, þeirri fyrstu í meira en fjörutíu ár. Í myndinni, sem er enn í sýningu hér á landi eftir frumsýningu hennar á RIFF-hátíðinni í lok september, er mögnuð saga tónlistarmannsins rakin, og er myndin ein af þeim heimildarmyndum sem keppa um hin eftirsóttu Óskarsverðlaun í febrúar. Rodriguez gaf út tvær plötur á árunum 1970 og 1971 sem nutu nær engra vinsælda í heimalandi hans, Bandaríkjunum, en í Suður-Afríku var söngvarinn tekinn í hálfgerða guðatölu án þess að hann hefði nokkra hugmynd um það. Heimildarmyndin hefur kveikt áhuga Vesturlandabúa á listamanninum, sem stendur nú á sjötugu, og hafa honum borist fjöldamörg tilboð frá upptökustjórum sem vilja ólmir vinna með honum. Óvíst er hvenær platan lítur dagsins ljós, en Rodriguez er nú á tónleikaferðalagi sem mun standa fram á sumar. Tónlist Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Söngvaskáldið Sixto Rodriguez, sem vann hug og hjörtu tónlistaráhugamanna um allan heim í heimildarmyndinni Searching For Sugar Man, leggur nú drög að þriðju hljóðversplötu sinni, þeirri fyrstu í meira en fjörutíu ár. Í myndinni, sem er enn í sýningu hér á landi eftir frumsýningu hennar á RIFF-hátíðinni í lok september, er mögnuð saga tónlistarmannsins rakin, og er myndin ein af þeim heimildarmyndum sem keppa um hin eftirsóttu Óskarsverðlaun í febrúar. Rodriguez gaf út tvær plötur á árunum 1970 og 1971 sem nutu nær engra vinsælda í heimalandi hans, Bandaríkjunum, en í Suður-Afríku var söngvarinn tekinn í hálfgerða guðatölu án þess að hann hefði nokkra hugmynd um það. Heimildarmyndin hefur kveikt áhuga Vesturlandabúa á listamanninum, sem stendur nú á sjötugu, og hafa honum borist fjöldamörg tilboð frá upptökustjórum sem vilja ólmir vinna með honum. Óvíst er hvenær platan lítur dagsins ljós, en Rodriguez er nú á tónleikaferðalagi sem mun standa fram á sumar.
Tónlist Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira