Nánast uppselt í Hítará Kristján Hjálmarsson skrifar 14. janúar 2013 08:00 Í Hítará. Hér má sjá Bjarna Júlíusson, formann SVFR, á veiðum í Hítará með syni sínum sem sprellar fyrir ljósmyndarann. Mynd/Úr einkasafni "Það er því sem næst uppselt í Hítará," segir Bjarni Júlíusson, formaður Stangveiðifélags Reykjavíkur. Úthlutunarvinna er nú í fullum gangi hjá félaginu en umsóknarfrestur félagsmanna rann út í byrjun árs. Þegar er búið að úthluta dögum einhverjar ár, meðal annars sá tölva um að draga út í Elliðaánum. Að sögn Bjarna mun það skýrast fyrir næstu helgi hvernig úthlutanir leggjast hjá félaginu. "Það voru um tuttugu hópar sem sóttu um tíu fyrstu hollin í Hítará en veiði hefst þar 18. júní. Þetta er mjög vinsæll tími. Það voru einhverjir sem sóttu um þá en fá þá daga í ágúst og september. Það verða einhverjir örfáir stangardagar eftir þegar úthlutuninni lýkur," segir Bjarni. "Það sama gildir um Elliðaárnar, þær munu seljast upp." Mikil ásókn er einnig í Bíldfellið í Soginu, Fáskrúð og Gljúfurá. Þó eru ákveðin svæði sem minna er sótt í en árin á undan. "Það eru til dæmis gloppur í Norðurá. Það er ekki oft sem við sjáum slðíkar gloppur en veiðin var svo djöfulli léleg í fyrra og menn virðast ekki jafn spenntir í hana og áður," segir Bjarni. "Þá er ekki mikið selt í Alviðru í Soginu enda hefur veiðin þar verið léleg undanfarin ár." Bjarni segir að heilt yfir sé salan þokkaleg hjá Stangveiðifélaginu. Þegar hefur komið fram að umsóknum hafi fækkað um 19%. "Það sem við höfum séð er að það er einhver samdráttur en samt ekki eins mikill og við áttum von á. Við erum nokkuð sáttir en vitum þó að við þurfum að selja betur á einum og einum stað." Stangveiði Mest lesið Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Veiðivötn búin að rjúfa 10.000 fiska múrinn Veiði 144 laxar komnir úr Svalbarðsá Veiði Eystri Rangá komin í 2.050 laxa Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Víðidalsá komin í 25 laxa og áinn í góðu vatni Veiði 314 laxar komnir úr Stóru Laxá Veiði Skýrsla Veiðimála- stofnunar um Laxá í Dölum er komin út. Veiði Fyrsta Opna hús vetrarins hjá SVFR Veiði
"Það er því sem næst uppselt í Hítará," segir Bjarni Júlíusson, formaður Stangveiðifélags Reykjavíkur. Úthlutunarvinna er nú í fullum gangi hjá félaginu en umsóknarfrestur félagsmanna rann út í byrjun árs. Þegar er búið að úthluta dögum einhverjar ár, meðal annars sá tölva um að draga út í Elliðaánum. Að sögn Bjarna mun það skýrast fyrir næstu helgi hvernig úthlutanir leggjast hjá félaginu. "Það voru um tuttugu hópar sem sóttu um tíu fyrstu hollin í Hítará en veiði hefst þar 18. júní. Þetta er mjög vinsæll tími. Það voru einhverjir sem sóttu um þá en fá þá daga í ágúst og september. Það verða einhverjir örfáir stangardagar eftir þegar úthlutuninni lýkur," segir Bjarni. "Það sama gildir um Elliðaárnar, þær munu seljast upp." Mikil ásókn er einnig í Bíldfellið í Soginu, Fáskrúð og Gljúfurá. Þó eru ákveðin svæði sem minna er sótt í en árin á undan. "Það eru til dæmis gloppur í Norðurá. Það er ekki oft sem við sjáum slðíkar gloppur en veiðin var svo djöfulli léleg í fyrra og menn virðast ekki jafn spenntir í hana og áður," segir Bjarni. "Þá er ekki mikið selt í Alviðru í Soginu enda hefur veiðin þar verið léleg undanfarin ár." Bjarni segir að heilt yfir sé salan þokkaleg hjá Stangveiðifélaginu. Þegar hefur komið fram að umsóknum hafi fækkað um 19%. "Það sem við höfum séð er að það er einhver samdráttur en samt ekki eins mikill og við áttum von á. Við erum nokkuð sáttir en vitum þó að við þurfum að selja betur á einum og einum stað."
Stangveiði Mest lesið Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Veiðivötn búin að rjúfa 10.000 fiska múrinn Veiði 144 laxar komnir úr Svalbarðsá Veiði Eystri Rangá komin í 2.050 laxa Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Víðidalsá komin í 25 laxa og áinn í góðu vatni Veiði 314 laxar komnir úr Stóru Laxá Veiði Skýrsla Veiðimála- stofnunar um Laxá í Dölum er komin út. Veiði Fyrsta Opna hús vetrarins hjá SVFR Veiði