Hulunni svipt af BMW 4 14. janúar 2013 17:30 Rennilegur nýi fjarkinn BMW 4 verður í boði með sömu vélakostum og BMW 3. Mikið er um kynningar á nýjum bílum á bílasýningunni sem nú stendur yfir í Detroit. Ein þeirra er nýr bíll frá BMW sem nú notast við tölustaf sem BMW hefur ekki notað áður, það er 4. Þessi „coupe" bíll byggir alfarið á BMW 3-línunni, en er tveggja hurða og einum 5 cm lengri en þristurinn, en lægri til þaksins. Hann líkist óneitanlega 6-línu bíl BMW, en sá bíll byggir á 7-línunni, en er eins og nýi fjarkinn með aðeins tvær hurðir. Þeim er barið hafa þennan nýja sportbíl BMW augum ber saman um að þar fer fagur bíll sem ekki ber þess merki að skornar hafi verið tvær hurðir af venjulegum BMW 3 bara til að bjóða „coupe"-bíl. BMW mun bjóða nýja fjarkann í M-útfærslu sem búast má við að verði mjög öflugur bíll. Einnig verður hann í boði sem blæjubíll.Ekki síðri afturhluti Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent
BMW 4 verður í boði með sömu vélakostum og BMW 3. Mikið er um kynningar á nýjum bílum á bílasýningunni sem nú stendur yfir í Detroit. Ein þeirra er nýr bíll frá BMW sem nú notast við tölustaf sem BMW hefur ekki notað áður, það er 4. Þessi „coupe" bíll byggir alfarið á BMW 3-línunni, en er tveggja hurða og einum 5 cm lengri en þristurinn, en lægri til þaksins. Hann líkist óneitanlega 6-línu bíl BMW, en sá bíll byggir á 7-línunni, en er eins og nýi fjarkinn með aðeins tvær hurðir. Þeim er barið hafa þennan nýja sportbíl BMW augum ber saman um að þar fer fagur bíll sem ekki ber þess merki að skornar hafi verið tvær hurðir af venjulegum BMW 3 bara til að bjóða „coupe"-bíl. BMW mun bjóða nýja fjarkann í M-útfærslu sem búast má við að verði mjög öflugur bíll. Einnig verður hann í boði sem blæjubíll.Ekki síðri afturhluti
Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent