Toyota Crown enn í fullu fjöri 2. janúar 2013 17:00 Hver man ekki eftir Toyota Crown, flaggskipi Toyota, sem seldist vel hér á landi fyrir nokkrum áratugum og entist von úr viti? Þessi bíll hefur ekki verið til sölu hérlendis lengi, en það þýðir ekki að framleiðslu hans hafi verið hætt. Öðru nær, nú er hann kominn á fjórtándu kynslóð og framleiddur í Japan fyrir heimamarkað. Toyota Crown er nokkuð dýr bíll og kostar frá ríflega 5 til 8 milljóna króna eftir útbúnaði. Hann er með 200 til 311 hestafla vélar og er ennfremur í boði sem Hybrid-bíll. Velja má milli átta gíra sjálfskiptingar og 6 gíra beinskiptingar. Í bílnum er stór snertiskjár þar sem stjórna má flestum aðgerðum. Sætin er stöguð leðursæti af bestu gerð og í innréttingunni ber mikið á úrvals viði. Ógnarstórt grillið einkennir bílinn verulega að framan og leit er að annarri eins stærð á grilli. Toyota Crown er ekki dauður úr öllum æðum þó hann sé aðeins í boði í heimalandi sínu. Hann verður seint talinn magnsölubíll ef marka má söluáætlanir Toyota, en þær hljóða uppá 50.000 bíla á ári. Hér fyrir ofan má sjá nýja auglýsingu fyrir bílinn með leikurunum Jean Reno og Takeshi "Beat" Kitomo sem birtist í Japan nú um hátíðarnar. Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent
Hver man ekki eftir Toyota Crown, flaggskipi Toyota, sem seldist vel hér á landi fyrir nokkrum áratugum og entist von úr viti? Þessi bíll hefur ekki verið til sölu hérlendis lengi, en það þýðir ekki að framleiðslu hans hafi verið hætt. Öðru nær, nú er hann kominn á fjórtándu kynslóð og framleiddur í Japan fyrir heimamarkað. Toyota Crown er nokkuð dýr bíll og kostar frá ríflega 5 til 8 milljóna króna eftir útbúnaði. Hann er með 200 til 311 hestafla vélar og er ennfremur í boði sem Hybrid-bíll. Velja má milli átta gíra sjálfskiptingar og 6 gíra beinskiptingar. Í bílnum er stór snertiskjár þar sem stjórna má flestum aðgerðum. Sætin er stöguð leðursæti af bestu gerð og í innréttingunni ber mikið á úrvals viði. Ógnarstórt grillið einkennir bílinn verulega að framan og leit er að annarri eins stærð á grilli. Toyota Crown er ekki dauður úr öllum æðum þó hann sé aðeins í boði í heimalandi sínu. Hann verður seint talinn magnsölubíll ef marka má söluáætlanir Toyota, en þær hljóða uppá 50.000 bíla á ári. Hér fyrir ofan má sjá nýja auglýsingu fyrir bílinn með leikurunum Jean Reno og Takeshi "Beat" Kitomo sem birtist í Japan nú um hátíðarnar.
Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent