Slitnu dekkin verða rauð 4. janúar 2013 15:00 Þægileg og einföld lausn til r+aðlegra dekkjaskipta Bestu uppfinningarnar eru stundum sáraeinfaldar Ekki gera allir sér grein fyrir því hvenær ráðlagt er að skipta um dekk á bíl sínum og mjög slitin dekk eru lífshættuleg. Því gæti hugmynd uppfinningamannanna Fenglin og Buyi verið sem guðsgjöf. Hún gengur út á það að dekk sem slitnar að ákveðnu marki skiptir um lit og verði til dæmis rautt eins og sést á myndinni. Blasir þá við eigandanum að tími sé kominn til að kaupa ný dekk. Hugmyndin er þó ekki flóknari en svo að í lagskiptu dekkinu er mislitt gúmmí. Miðað er við að dekk sem ekið hefur verið um 20.000 kílómetra litist, en ekkert er þó til fyrirstöðu að dekk úr sterkari efnum endist ekki lengur. Ef dekk framtíðarinnar verða framleidd á þennan hátt mun það einnig reynast löggæslumönnum og starfsfólki á skoðunarstöðvum auðveldara að benda bíleigendum á að rétt sé að skipta. Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Bestu uppfinningarnar eru stundum sáraeinfaldar Ekki gera allir sér grein fyrir því hvenær ráðlagt er að skipta um dekk á bíl sínum og mjög slitin dekk eru lífshættuleg. Því gæti hugmynd uppfinningamannanna Fenglin og Buyi verið sem guðsgjöf. Hún gengur út á það að dekk sem slitnar að ákveðnu marki skiptir um lit og verði til dæmis rautt eins og sést á myndinni. Blasir þá við eigandanum að tími sé kominn til að kaupa ný dekk. Hugmyndin er þó ekki flóknari en svo að í lagskiptu dekkinu er mislitt gúmmí. Miðað er við að dekk sem ekið hefur verið um 20.000 kílómetra litist, en ekkert er þó til fyrirstöðu að dekk úr sterkari efnum endist ekki lengur. Ef dekk framtíðarinnar verða framleidd á þennan hátt mun það einnig reynast löggæslumönnum og starfsfólki á skoðunarstöðvum auðveldara að benda bíleigendum á að rétt sé að skipta.
Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira