Umsóknarferli að ljúka hjá Ármönnum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 8. janúar 2013 14:50 Vorveiði er á sjóbirtingi í Grímsá. Mynd / GVA Umsóknarfrestur um veiðileyfi hjá stangaveiðifélaginu Ármönnum rennur út á föstudaginn. Meðal veiðisvæða Ármanna er Hlíðarvatn og Húseyjakvísl og Svartá í Skagafirði. Ármenn er félagsskapur sem veiðir eingöngu á flugu og einbeitir sér að silungsveiði. Auk fyrrnefndra svæða eru Ármenn með á sínum snærum Fjarðará í Hvalvatnsfirði, sjóbirtingssvæðin í Grímsá og Laxá í Kjós, "Síðasti skiladagur veiðileyfaumsókna er föstudagurinn 11. janúar en ekki miðvikudagurinn eins og slæddist aftan á dagskrá vetrar í desemberhefti Áróðs," segir á heimasíðu Ármanna, armenn.is. "Árósar eru lokaðir á föstudeginum þannig að félagsmönnum er bent á að lauma umsóknum inn um gömlu góðu bréfalúguna. Einhverjir stjórnarmenn verða í Árósum miðvikudagskvöldið 9. janúar ef menn þurfa einhverja aðstoð eða ráðleggingar við útfyllingu umsókna," segir ennfremur á armenn.is. Stangveiði Mest lesið Flugufréttir og Veiðivon fagna veiðisumrinu næsta föstudag Veiði Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Víðidalsá komin í 25 laxa og áinn í góðu vatni Veiði 314 laxar komnir úr Stóru Laxá Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Veiðivötn búin að rjúfa 10.000 fiska múrinn Veiði 144 laxar komnir úr Svalbarðsá Veiði Eystri Rangá komin í 2.050 laxa Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Skýrsla Veiðimála- stofnunar um Laxá í Dölum er komin út. Veiði
Umsóknarfrestur um veiðileyfi hjá stangaveiðifélaginu Ármönnum rennur út á föstudaginn. Meðal veiðisvæða Ármanna er Hlíðarvatn og Húseyjakvísl og Svartá í Skagafirði. Ármenn er félagsskapur sem veiðir eingöngu á flugu og einbeitir sér að silungsveiði. Auk fyrrnefndra svæða eru Ármenn með á sínum snærum Fjarðará í Hvalvatnsfirði, sjóbirtingssvæðin í Grímsá og Laxá í Kjós, "Síðasti skiladagur veiðileyfaumsókna er föstudagurinn 11. janúar en ekki miðvikudagurinn eins og slæddist aftan á dagskrá vetrar í desemberhefti Áróðs," segir á heimasíðu Ármanna, armenn.is. "Árósar eru lokaðir á föstudeginum þannig að félagsmönnum er bent á að lauma umsóknum inn um gömlu góðu bréfalúguna. Einhverjir stjórnarmenn verða í Árósum miðvikudagskvöldið 9. janúar ef menn þurfa einhverja aðstoð eða ráðleggingar við útfyllingu umsókna," segir ennfremur á armenn.is.
Stangveiði Mest lesið Flugufréttir og Veiðivon fagna veiðisumrinu næsta föstudag Veiði Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Víðidalsá komin í 25 laxa og áinn í góðu vatni Veiði 314 laxar komnir úr Stóru Laxá Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Veiðivötn búin að rjúfa 10.000 fiska múrinn Veiði 144 laxar komnir úr Svalbarðsá Veiði Eystri Rangá komin í 2.050 laxa Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Skýrsla Veiðimála- stofnunar um Laxá í Dölum er komin út. Veiði