Lax-á hefur söluna í Ásgarði Garðar Örn Úlfarsson skrifar 10. janúar 2013 08:45 Lax-á, sem tók yfir Sogið fyrir Ásgarðslandi, er nú að hefja sölu laxveiðileyfa þar. Silungsveiðin hefst 1. apríl og salan er byrjuð. Stefán Sigurðsson, sölustjóri hjá Lax-á, segir söluna í Ásgarð hafa byrjað síðastliðinn mánudag. "Við erum strax búin að selja á milli 20 og 30 daga sem er nú bara ansi góð byrjun, Vorveiðin small inn á Agnið á þriðjudag og flugu strax nokkrir dagar út samdægurs," segir Stefán. Eins og kunnugt er gengu Lax-ármenn frá kaupum á Ásgarði á nýliðnu ári. Aðspurður segist Stefán telja að verð veiðileyfanna sé á mjög svipuðu róli og svæðið kostaði í fyrra fyrir þá sem ekki voru félagsmenn í Stangaveiðifélagi Reykjavíkur - sem þá hafði haft Ásgarðinn á leigu um langt árabil. "Svo það er engin dramantík í gangi," segir Stefán. "Núna ætla nýju eigendurnir að fínpússa húsið og gera það fínt fyrir 1. apríl, en þá hefst silungsveiðin." Þess má geta að fram til 20. júní fylgir veiðihúsið í Ásgarði með silungasvæðinu. Þar eru þrjá stangir sem seldar eru saman á samtals 25.500 krónur. Verð á hverja stöng er þannig 8.500 krónur sem er það sama og stóð félagsmönnum Stangaveiðifélags Reykjavíkur til boða í fyrra. Utanfélagsmenn þurftu þá hins vegar að greiða 10.625 krónur fyrir stöngina. Eins og nú fylgdi veiðihúsið með í kaupunum í vorveiðinni í fyrra. Stangveiði Mest lesið Stórir fiskar og svæsin ævintýri - Rise kvikmyndahátiðin Veiði Náði 12 punda urriða í Kleifarvatni Veiði Sogið greinilega að taka við sér Veiði Helgarviðtal: Veiddi í átta ár án þess að sjá lax (seinni hluti) Veiði Nýr leigutaki tekur við Stóru Laxá Veiði Ein af veiðnustu flugunum í silung Veiði Sjóbleikjan gefur sig víða þessa dagana Veiði Urriðafoss fer að ná 200 löxum Veiði Regnbogasilungur að veiðast víða á vestfjörðum Veiði Eru veiðimenn að upplifa sömu hörmungar og 1984? Veiði
Lax-á, sem tók yfir Sogið fyrir Ásgarðslandi, er nú að hefja sölu laxveiðileyfa þar. Silungsveiðin hefst 1. apríl og salan er byrjuð. Stefán Sigurðsson, sölustjóri hjá Lax-á, segir söluna í Ásgarð hafa byrjað síðastliðinn mánudag. "Við erum strax búin að selja á milli 20 og 30 daga sem er nú bara ansi góð byrjun, Vorveiðin small inn á Agnið á þriðjudag og flugu strax nokkrir dagar út samdægurs," segir Stefán. Eins og kunnugt er gengu Lax-ármenn frá kaupum á Ásgarði á nýliðnu ári. Aðspurður segist Stefán telja að verð veiðileyfanna sé á mjög svipuðu róli og svæðið kostaði í fyrra fyrir þá sem ekki voru félagsmenn í Stangaveiðifélagi Reykjavíkur - sem þá hafði haft Ásgarðinn á leigu um langt árabil. "Svo það er engin dramantík í gangi," segir Stefán. "Núna ætla nýju eigendurnir að fínpússa húsið og gera það fínt fyrir 1. apríl, en þá hefst silungsveiðin." Þess má geta að fram til 20. júní fylgir veiðihúsið í Ásgarði með silungasvæðinu. Þar eru þrjá stangir sem seldar eru saman á samtals 25.500 krónur. Verð á hverja stöng er þannig 8.500 krónur sem er það sama og stóð félagsmönnum Stangaveiðifélags Reykjavíkur til boða í fyrra. Utanfélagsmenn þurftu þá hins vegar að greiða 10.625 krónur fyrir stöngina. Eins og nú fylgdi veiðihúsið með í kaupunum í vorveiðinni í fyrra.
Stangveiði Mest lesið Stórir fiskar og svæsin ævintýri - Rise kvikmyndahátiðin Veiði Náði 12 punda urriða í Kleifarvatni Veiði Sogið greinilega að taka við sér Veiði Helgarviðtal: Veiddi í átta ár án þess að sjá lax (seinni hluti) Veiði Nýr leigutaki tekur við Stóru Laxá Veiði Ein af veiðnustu flugunum í silung Veiði Sjóbleikjan gefur sig víða þessa dagana Veiði Urriðafoss fer að ná 200 löxum Veiði Regnbogasilungur að veiðast víða á vestfjörðum Veiði Eru veiðimenn að upplifa sömu hörmungar og 1984? Veiði