Hollywood bregst við harmleiknum 19. desember 2012 06:00 Hin hörmulega skotárás á Sandy Hook-grunnskólann í Newport, Connecticut í síðustu viku hefur valdið ómældri reiði og sorg um allan heim. Alls liggja 27 manns í valnum eftir hinn tvítuga árásarmann, þar af tuttugu börn, ýmist sex eða sjö ára gömul. Skemmtanaiðnaðurinn vestanhafs þykir þó, að sumra mati, ganga ansi langt í að hafa vaðið fyrir neðan sig, og bæði kvikmyndir og sjónvarpsþættir læðast með veggjum þessa fyrstu daga eftir harmleikinn. Dæmi um þetta er nýjasta kvikmynd leikstjórans Quentins Tarantino, Django Unchained, en hún verður frumsýnd í Los Angeles í kvöld, og hafa framleiðendur myndarinnar aflýst húllumhæinu í kringum sýninguna. Rauða teppinu verður ekki rúllað út og blaðamönnum meinaður aðgangur. „Þetta snýst ekki um ofbeldið í myndinni, heldur það að enginn er í skapi til þess að fagna," segir talsmaður TWC, framleiðslufyrirtækis myndarinnar, en Tarantino sjálfur segir það fásinnu að kenna ofbeldi í kvikmyndum um raunveruleg voðaverk. Paramount-samsteypan brást einnig snöggt við og breytti kynningarefni sínu fyrir Tom Cruise-myndina Jack Reacher, en í stiklunni var áður mikil kúlnahríð. Sjálfri myndinni verður hins vegar ekki breytt að neinu leyti. Sjónvarpsstöðin ABC kippti síðasta þætti seríunnar Scandal af vefsíðu sinni um helgina, en þátturinn inniheldur óhuggulegt atriði þar sem heil fjölskylda er myrt. Þátturinn var kominn aftur á vefinn á mánudagsmorgunn. Þá hefur Discovery-sjónvarpsstöðin tekið þættina American Guns endanlega af dagskrá, en ekki hefur komið fram hvort ákvörðunin tengist skotárásinni. Teiknimyndaþættirnir American Dad og Family Guy voru ekki á sínum stað á Fox-rásinni um helgina. American Dad-þátturinn innihélt notkun skotvopna en hæðst var að trúarbrögðum í Family Guy-þættinum, og þótti forsvarsmönnum stöðvarinnar það óviðeigandi í ljósi atburðanna. Raunveruleikaþátturinn The Voice var á sínum stað í dagskrá NBC, en þáttur helgarinnar hófst á flutningi Leonard Cohen-slagarans Hallelujah, þar sem söngvarar þáttarins héldu á spjöldum með nöfnum fórnarlambanna. haukur@frettabladid.is Lífið Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Hollywood Bandaríkin Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira
Hin hörmulega skotárás á Sandy Hook-grunnskólann í Newport, Connecticut í síðustu viku hefur valdið ómældri reiði og sorg um allan heim. Alls liggja 27 manns í valnum eftir hinn tvítuga árásarmann, þar af tuttugu börn, ýmist sex eða sjö ára gömul. Skemmtanaiðnaðurinn vestanhafs þykir þó, að sumra mati, ganga ansi langt í að hafa vaðið fyrir neðan sig, og bæði kvikmyndir og sjónvarpsþættir læðast með veggjum þessa fyrstu daga eftir harmleikinn. Dæmi um þetta er nýjasta kvikmynd leikstjórans Quentins Tarantino, Django Unchained, en hún verður frumsýnd í Los Angeles í kvöld, og hafa framleiðendur myndarinnar aflýst húllumhæinu í kringum sýninguna. Rauða teppinu verður ekki rúllað út og blaðamönnum meinaður aðgangur. „Þetta snýst ekki um ofbeldið í myndinni, heldur það að enginn er í skapi til þess að fagna," segir talsmaður TWC, framleiðslufyrirtækis myndarinnar, en Tarantino sjálfur segir það fásinnu að kenna ofbeldi í kvikmyndum um raunveruleg voðaverk. Paramount-samsteypan brást einnig snöggt við og breytti kynningarefni sínu fyrir Tom Cruise-myndina Jack Reacher, en í stiklunni var áður mikil kúlnahríð. Sjálfri myndinni verður hins vegar ekki breytt að neinu leyti. Sjónvarpsstöðin ABC kippti síðasta þætti seríunnar Scandal af vefsíðu sinni um helgina, en þátturinn inniheldur óhuggulegt atriði þar sem heil fjölskylda er myrt. Þátturinn var kominn aftur á vefinn á mánudagsmorgunn. Þá hefur Discovery-sjónvarpsstöðin tekið þættina American Guns endanlega af dagskrá, en ekki hefur komið fram hvort ákvörðunin tengist skotárásinni. Teiknimyndaþættirnir American Dad og Family Guy voru ekki á sínum stað á Fox-rásinni um helgina. American Dad-þátturinn innihélt notkun skotvopna en hæðst var að trúarbrögðum í Family Guy-þættinum, og þótti forsvarsmönnum stöðvarinnar það óviðeigandi í ljósi atburðanna. Raunveruleikaþátturinn The Voice var á sínum stað í dagskrá NBC, en þáttur helgarinnar hófst á flutningi Leonard Cohen-slagarans Hallelujah, þar sem söngvarar þáttarins héldu á spjöldum með nöfnum fórnarlambanna. haukur@frettabladid.is
Lífið Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Hollywood Bandaríkin Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira