Ekkert áfengi fyrir tónleikana 18. desember 2012 11:00 mika Tónlistarmaðurinn Mika spilar í Silfurbergi í Hörpu í kvöld. nordicphotos/getty Hollustan er í fyrirrúmi í búningsklefa tónlistarmannsins Mika fyrir tónleika hans í Hörpu í kvöld, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Ekkert áfengi er á kröfulista hans fyrr en eftir tónleikana og þá vill hann, ásamt samstarfsfólki sínu, einungis bjór og léttvín. Í staðinn er óskað eftir gosdrykkjum og vatni fyrir tónleikana, auk þess sem ávextir, grænmeti, brauð og alls kyns góðar áleggstegundir verða á boðstólum. Sex manna hljómsveit verður með Mika á sviðinu. Íslenskur kór mun einnig stíga á svið með honum og syngja í einhverjum lögum, enda áttu aðdáendur hans að senda Mika myndbönd með sér að syngja lög hans svo hann gæti valið úr rétta fólkið. Mika, sem lenti á Íslandi á miðnætti, hefur verið með barkabólgu að undanförnu og þurfti hann að aflýsa tónleikum sínum í Glasgow á sunnudaginn vegna veikindanna. Svo virðist sem hann hafi viljað hvíla röddina fyrir tónleikana á Íslandi en þetta verður í fyrsta sinn sem hann spilar hérlendis. Í herbúðum Mika er mikill áhugi fyrir landi og þjóð og hefur fylgdarlið hans mikið spurt út í norðurljósin og hvort langt sé að fara að sjá Gullfoss og Geysi. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá hitar Páll Óskar upp fyrir Mika og því má búast við sjóðheitum áhorfendasal þegar Mika stígur á svið í kvöld. - fb Lífið Tónlist Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Hollustan er í fyrirrúmi í búningsklefa tónlistarmannsins Mika fyrir tónleika hans í Hörpu í kvöld, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Ekkert áfengi er á kröfulista hans fyrr en eftir tónleikana og þá vill hann, ásamt samstarfsfólki sínu, einungis bjór og léttvín. Í staðinn er óskað eftir gosdrykkjum og vatni fyrir tónleikana, auk þess sem ávextir, grænmeti, brauð og alls kyns góðar áleggstegundir verða á boðstólum. Sex manna hljómsveit verður með Mika á sviðinu. Íslenskur kór mun einnig stíga á svið með honum og syngja í einhverjum lögum, enda áttu aðdáendur hans að senda Mika myndbönd með sér að syngja lög hans svo hann gæti valið úr rétta fólkið. Mika, sem lenti á Íslandi á miðnætti, hefur verið með barkabólgu að undanförnu og þurfti hann að aflýsa tónleikum sínum í Glasgow á sunnudaginn vegna veikindanna. Svo virðist sem hann hafi viljað hvíla röddina fyrir tónleikana á Íslandi en þetta verður í fyrsta sinn sem hann spilar hérlendis. Í herbúðum Mika er mikill áhugi fyrir landi og þjóð og hefur fylgdarlið hans mikið spurt út í norðurljósin og hvort langt sé að fara að sjá Gullfoss og Geysi. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá hitar Páll Óskar upp fyrir Mika og því má búast við sjóðheitum áhorfendasal þegar Mika stígur á svið í kvöld. - fb
Lífið Tónlist Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira