Hélt hann gæti aldrei rappað aftur 14. desember 2012 06:00 „Ég man að eitt af því fyrsta sem ég hugsaði þegar ég fattaði hvað hafði gerst var hvort ég gæti einhvern tímann rappað aftur," segir rapparinn Ívar Schram sem gefur út fyrstu sólóplötu sína, Barcelona, í dag. Á plötunni rifjar Ívar, sem rappar undir listamannsnafninu Immo, upp afdrifaríkt atvik sumarið 2011 í Barcelona. Þá réðst ókunnugur maður á hann og beit af honum neðri vörina. Tveimur aðgerðum og einu og hálfu ári síðar er enn þá langt í land að vörin verði sú sama en framfarirnar hafa þó verið miklar. „Ég man ekkert eftir sjálfu atvikinu, það er eins og líkaminn verndi mann fyrir svona lífsreynslu. Ég man allt fyrir og eftir, en sem betur fer fann ég engan sársauka. Ég fór beint í bráðabirgðaaðgerð í Barcelona áður en ég flaug heim og var bannað að líta í spegil á leiðinni." Plötuna Barcelona samdi Ívar mestmegnis í bataferlinu en hann segist skyndilega hafa fyllst innblæstri. Vinnuferlið hefur staðið yfir síðastliðið ár og ýmsir listamenn leggja honum lið á plötunni. Bræðurnir úr Retro Stefson, Unnsteinn og Logi, taka hvor sitt lagið með Ívari sem og tónlistarmaðurinn Friðrik Dór og söngkonan Valborg Ólafsdóttir. „Platan er ekkert þunglynd heldur létt og skemmtileg. Ég hef tæklað þetta áfall með húmorinn að vopni og það endurspeglast vonandi í plötunni." Barcelona kemur í verslanir í dag en útgáfutónleikar verða þann 20. desember á Faktorý.- áp Tónlist Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Ég man að eitt af því fyrsta sem ég hugsaði þegar ég fattaði hvað hafði gerst var hvort ég gæti einhvern tímann rappað aftur," segir rapparinn Ívar Schram sem gefur út fyrstu sólóplötu sína, Barcelona, í dag. Á plötunni rifjar Ívar, sem rappar undir listamannsnafninu Immo, upp afdrifaríkt atvik sumarið 2011 í Barcelona. Þá réðst ókunnugur maður á hann og beit af honum neðri vörina. Tveimur aðgerðum og einu og hálfu ári síðar er enn þá langt í land að vörin verði sú sama en framfarirnar hafa þó verið miklar. „Ég man ekkert eftir sjálfu atvikinu, það er eins og líkaminn verndi mann fyrir svona lífsreynslu. Ég man allt fyrir og eftir, en sem betur fer fann ég engan sársauka. Ég fór beint í bráðabirgðaaðgerð í Barcelona áður en ég flaug heim og var bannað að líta í spegil á leiðinni." Plötuna Barcelona samdi Ívar mestmegnis í bataferlinu en hann segist skyndilega hafa fyllst innblæstri. Vinnuferlið hefur staðið yfir síðastliðið ár og ýmsir listamenn leggja honum lið á plötunni. Bræðurnir úr Retro Stefson, Unnsteinn og Logi, taka hvor sitt lagið með Ívari sem og tónlistarmaðurinn Friðrik Dór og söngkonan Valborg Ólafsdóttir. „Platan er ekkert þunglynd heldur létt og skemmtileg. Ég hef tæklað þetta áfall með húmorinn að vopni og það endurspeglast vonandi í plötunni." Barcelona kemur í verslanir í dag en útgáfutónleikar verða þann 20. desember á Faktorý.- áp
Tónlist Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira