Ocean á plötu ársins 6. desember 2012 07:00 Tónlistarmaðurinn Frank Ocean á plötu ársins samkvæmt erlendum árslistum.nordicphotos/getty Eins og venjan er á þessum árstíma eru listar yfir bestu plötur ársins byrjaðir að tínast inn hjá erlendum tímaritum og vefsíðum. Samkvæmt þeim er fyrsta hefðbundna plata bandaríska R&B-tónlistarmannsins Frank Ocean, Channel Orange, sú besta á árinu. Hún er víðast hvar á topp fimm og hjá Metacritic.com sem tekur saman alla dóma ársins er hún efst á blaði. Þetta kemur ekki á óvart því Channel Orange fékk frábæra dóma úti í heimi og hér á landi hlaut hún einnig athygli. Fimm stjörnur hjá gagnrýnanda Fréttablaðsins bera vott um það. „Textarnir eru öðruvísi heldur en á þessari dæmigerðu r&b-plötu, tónlistin er ferskari og hugmyndaríkari og umgjörðin er sömuleiðis nýstárleg,“ sagði í dóminum. Blúsrokkarinn Jack White, fyrrum liðsmaður The White Stripes, virðist hafa hitt í mark með sinni fyrstu sólóplötu, Blunderbuss, og bandaríski rapparinn Kendrick Lamar er í efsta sætinu hjá Pitchfork. Aðrir ofarlega á blaði eru kanadíska söngvaskáldið Leonard Cohen og áströlsku sýrurokkararnir í Tame Impala. Fáar konur koma við sögu á árslistunum. Helst má nefna bandarísku tónlistarkonuna Fionu Apple og Grimes, sem er alter-egó hinnar kanadísku Claire Bouche. Tónlist Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Eins og venjan er á þessum árstíma eru listar yfir bestu plötur ársins byrjaðir að tínast inn hjá erlendum tímaritum og vefsíðum. Samkvæmt þeim er fyrsta hefðbundna plata bandaríska R&B-tónlistarmannsins Frank Ocean, Channel Orange, sú besta á árinu. Hún er víðast hvar á topp fimm og hjá Metacritic.com sem tekur saman alla dóma ársins er hún efst á blaði. Þetta kemur ekki á óvart því Channel Orange fékk frábæra dóma úti í heimi og hér á landi hlaut hún einnig athygli. Fimm stjörnur hjá gagnrýnanda Fréttablaðsins bera vott um það. „Textarnir eru öðruvísi heldur en á þessari dæmigerðu r&b-plötu, tónlistin er ferskari og hugmyndaríkari og umgjörðin er sömuleiðis nýstárleg,“ sagði í dóminum. Blúsrokkarinn Jack White, fyrrum liðsmaður The White Stripes, virðist hafa hitt í mark með sinni fyrstu sólóplötu, Blunderbuss, og bandaríski rapparinn Kendrick Lamar er í efsta sætinu hjá Pitchfork. Aðrir ofarlega á blaði eru kanadíska söngvaskáldið Leonard Cohen og áströlsku sýrurokkararnir í Tame Impala. Fáar konur koma við sögu á árslistunum. Helst má nefna bandarísku tónlistarkonuna Fionu Apple og Grimes, sem er alter-egó hinnar kanadísku Claire Bouche.
Tónlist Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira