Vonbrigði og mikið ósætti við Seðlabankann Þorsteinn Pálsson skrifar 24. nóvember 2012 06:00 Fyrr í þessum mánuði ákvað Seðlabankinn að hækka stýrivexti. Íslendingar eru orðnir svo vanir slíkum tíðindum að þau vekja ekki meiri hughrif og umræðu en tilkynningar Veðurstofunnar um umhleypinga. Munurinn er þó sá að umhleypingarnir ráðast af lögmálum náttúrunnar en vextirnir eru afleiðing mannlegrar breytni. Alþingi þótti hæfilegt að ræða málið í fimm mínútur. Ríkisútvarpið miðlaði þeirri umræðu á innan við sextíu sekúndum; og gerði meira en aðrir. Þetta er þó það sem hagur heimila og fyrirtækja snýst raunverulega um. Menn geta klætt af sér hret en fyrir vöxtunum eru allir berskjaldaðir. Forsætisráðherra fékk tvær spurningar á Alþingi af þessu tilefni. Önnur var hvort hann væri samþykkur vaxtahækkuninni. Hin var hvort hann hygðist grípa til aðgerða. Svar forsætisráðherra hljóðaði svo: „Ég vil fyrst segja varðandi stýrivaxtahækkunina í gær að hún olli mér verulegum vonbrigðum. Seðlabankinn ber fyrir sig slaka í hagkerfinu og bendir á lægra gengi og verðbólgu. Ég er mjög ósátt við að gripið skuli hafa verið til stýrivaxtahækkunar." Enginn fjölmiðill sá ástæðu til að segja almenningi frá hinu að forsætisráðherra svaraði ekki spurningunni hvort grípa þyrfti til aðgerða. Þetta er að sönnu ekki í fyrsta skipti sem ráðherra sver af sér ábyrgð á ákvörðunum Seðlabankans. Þar koma fleiri flokkar við sögu. En það breytir ekki þeirri staðreynd að slík háttsemi er pólitískt ábyrgðarleysi. Það er aftur ein af rótum þeirrar kreppu sem íslensk stjórnmál eru í nú um stundir. Hver ber ábyrgð? Lög tryggja Seðlabankanum sjálfstæði við vaxtaákvarðanir. Það merkir að hann tekur ekki við fyrirmælum ríkisstjórnar þar að lútandi. Þessi skipan er fyrst og fremst gerð til að létta erfiðum ákvörðunum af herðum stjórnmálamanna. Það þýðir hins vegar ekki að þeir séu lausir við að bera ábyrgð á niðurstöðunni þegar hún er fengin. Í lögum um Seðlabankann segir að það sé meginmarkmið hans að stuðla að stöðugu verðlagi. Þá er honum heimilt með samþykki ráðherra að setja verðbólgumarkmið. Loks skal hann stuðla að framgangi stefnu ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum enda stangist hún ekki á við markmiðið um stöðugt verðlag. Með öðrum orðum er það ríkisstjórnin sem ber ábyrgð á verðbólgumarkmiðinu. Það er aftur sá ás sem allar ákvarðanir í peningamálum, ríkisfjármálum og launamálum snúast um. Verðbólgumarkmiðið er í raun yfirlýsing um að ríkisstjórnin og Seðlabankinn ábyrgjast öllum þeim sem nota íslenskar krónur að hún rýrni ekki meir en um 2,5 prósent. Náist það markmið ekki hafa ríkisstjórnin og Seðlabankinn brugðist. Ákvarðanir Seðlabankans geta að sjálfsögðu verið umdeilanlegar. En þær eru teknar til þess að ná því verðbólgumarkmiði sem ríkisstjórnin er ábyrg fyrir. Þar af leiðandi hlýtur það að hafa afleiðingar þegar forsætisráðherra lýsir verulegum vonbrigðum og miklu ósætti með þær ákvarðanir. Þögnin á Alþingi um afleiðingar þessara orða forsætisráðherrans ber vott um pólitíska þverbresti. Spurningaleysi fjölmiðlanna um hvað það þýðir þegar forsætisráðherra talar með þessum hætti lýsir vanmætti þeirra til að fara með það hlutverk að vera fjórða stoðin í lýðræðisskipan landsins. Hverjar geta afleiðingarnar verið? Eðlilega spyrja menn hverjar þessar afleiðingar geta verið. Ein er sú að ríkisstjórnin viðurkenni að hún hafi brugðist í ríkisfjármálum og við mótun launastefnu. Þá koma afleiðingarnar fram í nýjum ákvörðunum á þeim sviðum. Önnur afleiðing gæti verið sú að viðurkenna að ríkisstjórnin hafi í raun annað verðbólgumarkmið en það opinbera. Þá þarf að setja nýtt markmið og taka pólitíska ábyrgð á því. Þriðja afleiðingin gæti verið sú að setja bankanum með lögum önnur markmið en stöðugt verðlag og axla pólitíska ábyrgð á þeirri stefnubreytingu. Hún gæti lotið að gengi krónunnar eða fjölgun starfa. Loks gæti forsætisráðherra litið svo á að mikið ósætti hans og veruleg vonbrigði stafi af því að stjórnendur Seðlabankans séu ekki starfi sínu vaxnir. Þá yrði afleiðingin sú að víkja þeim frá. Til þess þyrfti málefnalegan rökstuðning. Það eina sem á að vera óhugsandi er að ekkert gerist. Samt er það veruleikinn. Hver er skaðinn af því? Hann er sá að smám saman molnar úr siðferðilegum undirstöðum lýðræðislegrar stjórnskipunar landsins. Ábyrgðin hverfur. Ríkisstjórnin svarar ekki til ábyrgðar. Seðlabankinn gerir það ekki heldur. Lýðræði án ábyrgðar virkar einfaldlega ekki eins og vera ber. Frá sjónarhorni almannahagsmuna er því brýnna að berja í þennan siðferðilega brest en að skrifa nýjan stjórnarskrártexta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Skoðanir Þorsteinn Pálsson Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Fyrr í þessum mánuði ákvað Seðlabankinn að hækka stýrivexti. Íslendingar eru orðnir svo vanir slíkum tíðindum að þau vekja ekki meiri hughrif og umræðu en tilkynningar Veðurstofunnar um umhleypinga. Munurinn er þó sá að umhleypingarnir ráðast af lögmálum náttúrunnar en vextirnir eru afleiðing mannlegrar breytni. Alþingi þótti hæfilegt að ræða málið í fimm mínútur. Ríkisútvarpið miðlaði þeirri umræðu á innan við sextíu sekúndum; og gerði meira en aðrir. Þetta er þó það sem hagur heimila og fyrirtækja snýst raunverulega um. Menn geta klætt af sér hret en fyrir vöxtunum eru allir berskjaldaðir. Forsætisráðherra fékk tvær spurningar á Alþingi af þessu tilefni. Önnur var hvort hann væri samþykkur vaxtahækkuninni. Hin var hvort hann hygðist grípa til aðgerða. Svar forsætisráðherra hljóðaði svo: „Ég vil fyrst segja varðandi stýrivaxtahækkunina í gær að hún olli mér verulegum vonbrigðum. Seðlabankinn ber fyrir sig slaka í hagkerfinu og bendir á lægra gengi og verðbólgu. Ég er mjög ósátt við að gripið skuli hafa verið til stýrivaxtahækkunar." Enginn fjölmiðill sá ástæðu til að segja almenningi frá hinu að forsætisráðherra svaraði ekki spurningunni hvort grípa þyrfti til aðgerða. Þetta er að sönnu ekki í fyrsta skipti sem ráðherra sver af sér ábyrgð á ákvörðunum Seðlabankans. Þar koma fleiri flokkar við sögu. En það breytir ekki þeirri staðreynd að slík háttsemi er pólitískt ábyrgðarleysi. Það er aftur ein af rótum þeirrar kreppu sem íslensk stjórnmál eru í nú um stundir. Hver ber ábyrgð? Lög tryggja Seðlabankanum sjálfstæði við vaxtaákvarðanir. Það merkir að hann tekur ekki við fyrirmælum ríkisstjórnar þar að lútandi. Þessi skipan er fyrst og fremst gerð til að létta erfiðum ákvörðunum af herðum stjórnmálamanna. Það þýðir hins vegar ekki að þeir séu lausir við að bera ábyrgð á niðurstöðunni þegar hún er fengin. Í lögum um Seðlabankann segir að það sé meginmarkmið hans að stuðla að stöðugu verðlagi. Þá er honum heimilt með samþykki ráðherra að setja verðbólgumarkmið. Loks skal hann stuðla að framgangi stefnu ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum enda stangist hún ekki á við markmiðið um stöðugt verðlag. Með öðrum orðum er það ríkisstjórnin sem ber ábyrgð á verðbólgumarkmiðinu. Það er aftur sá ás sem allar ákvarðanir í peningamálum, ríkisfjármálum og launamálum snúast um. Verðbólgumarkmiðið er í raun yfirlýsing um að ríkisstjórnin og Seðlabankinn ábyrgjast öllum þeim sem nota íslenskar krónur að hún rýrni ekki meir en um 2,5 prósent. Náist það markmið ekki hafa ríkisstjórnin og Seðlabankinn brugðist. Ákvarðanir Seðlabankans geta að sjálfsögðu verið umdeilanlegar. En þær eru teknar til þess að ná því verðbólgumarkmiði sem ríkisstjórnin er ábyrg fyrir. Þar af leiðandi hlýtur það að hafa afleiðingar þegar forsætisráðherra lýsir verulegum vonbrigðum og miklu ósætti með þær ákvarðanir. Þögnin á Alþingi um afleiðingar þessara orða forsætisráðherrans ber vott um pólitíska þverbresti. Spurningaleysi fjölmiðlanna um hvað það þýðir þegar forsætisráðherra talar með þessum hætti lýsir vanmætti þeirra til að fara með það hlutverk að vera fjórða stoðin í lýðræðisskipan landsins. Hverjar geta afleiðingarnar verið? Eðlilega spyrja menn hverjar þessar afleiðingar geta verið. Ein er sú að ríkisstjórnin viðurkenni að hún hafi brugðist í ríkisfjármálum og við mótun launastefnu. Þá koma afleiðingarnar fram í nýjum ákvörðunum á þeim sviðum. Önnur afleiðing gæti verið sú að viðurkenna að ríkisstjórnin hafi í raun annað verðbólgumarkmið en það opinbera. Þá þarf að setja nýtt markmið og taka pólitíska ábyrgð á því. Þriðja afleiðingin gæti verið sú að setja bankanum með lögum önnur markmið en stöðugt verðlag og axla pólitíska ábyrgð á þeirri stefnubreytingu. Hún gæti lotið að gengi krónunnar eða fjölgun starfa. Loks gæti forsætisráðherra litið svo á að mikið ósætti hans og veruleg vonbrigði stafi af því að stjórnendur Seðlabankans séu ekki starfi sínu vaxnir. Þá yrði afleiðingin sú að víkja þeim frá. Til þess þyrfti málefnalegan rökstuðning. Það eina sem á að vera óhugsandi er að ekkert gerist. Samt er það veruleikinn. Hver er skaðinn af því? Hann er sá að smám saman molnar úr siðferðilegum undirstöðum lýðræðislegrar stjórnskipunar landsins. Ábyrgðin hverfur. Ríkisstjórnin svarar ekki til ábyrgðar. Seðlabankinn gerir það ekki heldur. Lýðræði án ábyrgðar virkar einfaldlega ekki eins og vera ber. Frá sjónarhorni almannahagsmuna er því brýnna að berja í þennan siðferðilega brest en að skrifa nýjan stjórnarskrártexta.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun