Handahófskennd og heillandi 22. nóvember 2012 12:00 Sóley Stefánsdóttir Blandar saman naumhyggju og góðum melódíum, samkvæmt blaðamanni The Irish Times.FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Blaðamaður dagblaðsins The Irish Times gefur nýafstaðinni tónlistarhátíð, Iceland Airwaves, fína einkunn. Tónleikar Sóleyjar í Iðnó fá mjög góða dóma. „Hún er með æðislega rödd, notar svalar „lúppur" og blandar á snilldarlegan hátt saman góðum melódíum og naumhyggju, sem minnir á Lauru Veirs," skrifaði blaðamaðurinn, sem hreifst einnig af tónleikum FM Belfast sama kvöld. „FM Belfast er ein skemmtilegasta tónleikasveit í heimi og hún sá til þess að ekki kom til greina að íslenskir tónleikagestir, sem eru vanir að setjast niður hvenær sem þeim dettur í hug, gætu gert það." Tónleikar Samaris í Hafnarhúsinu fá einnig flotta dóma. „Samaris spilaði frábæra, drungalega elektróníska tónlist, sem minnti á Bat For Lashes og Fever Ray." Loks minnist írski blaðamaðurinn á lokatónleika Sigur Rósar í Nýju Laugardalshöllinni og segir þá hafa verið fallega og epíska. „Flottur endir á tónlistarhátíð sem er yndislega handahófskennd, skrítin, skemmtileg, heillandi og frekar falleg. Þetta var Jumanji-tónleikablanda þar sem þú veist aldrei hvað gerist á næstu tónleikum. Allir sem ég talaði við sögðu að um leið og þú hefðir heimsótt Ísland vildir þú snúa þangað aftur. Þeir höfðu rétt fyrir sér." - fb Lífið Tónlist Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Blaðamaður dagblaðsins The Irish Times gefur nýafstaðinni tónlistarhátíð, Iceland Airwaves, fína einkunn. Tónleikar Sóleyjar í Iðnó fá mjög góða dóma. „Hún er með æðislega rödd, notar svalar „lúppur" og blandar á snilldarlegan hátt saman góðum melódíum og naumhyggju, sem minnir á Lauru Veirs," skrifaði blaðamaðurinn, sem hreifst einnig af tónleikum FM Belfast sama kvöld. „FM Belfast er ein skemmtilegasta tónleikasveit í heimi og hún sá til þess að ekki kom til greina að íslenskir tónleikagestir, sem eru vanir að setjast niður hvenær sem þeim dettur í hug, gætu gert það." Tónleikar Samaris í Hafnarhúsinu fá einnig flotta dóma. „Samaris spilaði frábæra, drungalega elektróníska tónlist, sem minnti á Bat For Lashes og Fever Ray." Loks minnist írski blaðamaðurinn á lokatónleika Sigur Rósar í Nýju Laugardalshöllinni og segir þá hafa verið fallega og epíska. „Flottur endir á tónlistarhátíð sem er yndislega handahófskennd, skrítin, skemmtileg, heillandi og frekar falleg. Þetta var Jumanji-tónleikablanda þar sem þú veist aldrei hvað gerist á næstu tónleikum. Allir sem ég talaði við sögðu að um leið og þú hefðir heimsótt Ísland vildir þú snúa þangað aftur. Þeir höfðu rétt fyrir sér." - fb
Lífið Tónlist Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira