Endurhljóðblandað meistaraverk 22. nóvember 2012 14:00 ENN FERSK Blue Lines hefur staðist tímans tönn. Hljómsveitin Massive Attack var einn af kyndilberum trip-hop tónlistarinnar sem var áberandi í Bretlandi á tíunda áratugnum. Hljómsveitin var stofnuð upp úr hipphopphópnum The Wild Bunch sem starfaði í Bristol-borg á níunda áratugnum. Árið 1988 var Massive Attack stofnuð sem hliðarverkefni út frá The Wild Bunch. Fyrsta plata sveitarinnar, Blue Lines, kom út árið 1991 og sló í gegn, ekki síst vegna smellsins Unfinished Sympathy sem Shara Nelson söng. Eftir það lá leiðin upp á við hjá Massive Attack. Hún gaf út fleiri flottar plötur og varð öflug tónleikasveit, eins og hún sýndi á frábærum tónleikum í Kaplakrika í júní 1997. Síðasta mánudag kom út endurhljóðblönduð útgáfa af Blue Lines. Hún er fáanleg bæði sem einföld geislaplata og í viðhafnarútgáfu sem inniheldur plötuna á CD, hágæðamix á DVD og tvær vínylplötur. Blue Lines er oft nefnd sem fyrsta trip-hop platan. Þetta var sannkölluð tímamótaplata. Auk áhrifa frá hipphopptónlist, blandaði Massive Attack inn í tónlistina döbbi, fönki og fleiri hlutum. Um sönginn á plötunni sáu fyrrnefnd Shara Nelson, gamli reggíboltinn Horace Andy og hinn ungi og efnilegi Adrian „Tricky" Thaws, sem var að hefja ferilinn. Auk þess kom Neneth Cherry við sögu í bakröddum. Blue Lines hljómaði ótrúlega fersk og framsækin þegar hún kom út og eins og heyrist vel á nýju útgáfunni þá hefur hún engu tapað af sjarmanum rúmum tuttugu árum seinna. Hún er enn fersk og lögin níu eru hvert öðru betra. Lífið Tónlist Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Hljómsveitin Massive Attack var einn af kyndilberum trip-hop tónlistarinnar sem var áberandi í Bretlandi á tíunda áratugnum. Hljómsveitin var stofnuð upp úr hipphopphópnum The Wild Bunch sem starfaði í Bristol-borg á níunda áratugnum. Árið 1988 var Massive Attack stofnuð sem hliðarverkefni út frá The Wild Bunch. Fyrsta plata sveitarinnar, Blue Lines, kom út árið 1991 og sló í gegn, ekki síst vegna smellsins Unfinished Sympathy sem Shara Nelson söng. Eftir það lá leiðin upp á við hjá Massive Attack. Hún gaf út fleiri flottar plötur og varð öflug tónleikasveit, eins og hún sýndi á frábærum tónleikum í Kaplakrika í júní 1997. Síðasta mánudag kom út endurhljóðblönduð útgáfa af Blue Lines. Hún er fáanleg bæði sem einföld geislaplata og í viðhafnarútgáfu sem inniheldur plötuna á CD, hágæðamix á DVD og tvær vínylplötur. Blue Lines er oft nefnd sem fyrsta trip-hop platan. Þetta var sannkölluð tímamótaplata. Auk áhrifa frá hipphopptónlist, blandaði Massive Attack inn í tónlistina döbbi, fönki og fleiri hlutum. Um sönginn á plötunni sáu fyrrnefnd Shara Nelson, gamli reggíboltinn Horace Andy og hinn ungi og efnilegi Adrian „Tricky" Thaws, sem var að hefja ferilinn. Auk þess kom Neneth Cherry við sögu í bakröddum. Blue Lines hljómaði ótrúlega fersk og framsækin þegar hún kom út og eins og heyrist vel á nýju útgáfunni þá hefur hún engu tapað af sjarmanum rúmum tuttugu árum seinna. Hún er enn fersk og lögin níu eru hvert öðru betra.
Lífið Tónlist Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira