Björk fór til sama skurðlæknis og Adele 21. nóvember 2012 16:30 Björk greindist með hnút á raddböndunum fyrir fimm árum og beitti náttúrulegum aðferðum, þar á meðal breytti hún um mataræði, til að ná bata. Hún hafði lýst því yfir í viðtölum að hún ætlaði ekki í aðgerð en snerist hugur."Ég ákvað núna í september að fara til Boston í aðgerð til sama skurðlæknis og skar upp Adele. Þetta er eiginlega rokkstjarna raddbandaskurðlækna og það gekk rosalega vel. Ég er byrjuð að semja aftur lög og syngja og raddböndin eru orðin aftur eins og þau voru fyrir kannski fimmtán árum,“ segir Björk. "Ég er náttúrulega búin að öskra í þrjátíu ár og þetta var í raun og veru bara sigg sem var skorið af.“Spurð hvort hún hafi ekki verið hrædd við að fara í aðgerð segist hún hafa verið ofsalega þrjósk í fimm ár. "Á þessum fimm árum er þessu búið að fara svo mikið fram að þetta er í raun engin áhætta lengur. Þetta eru laser-skurðlækningar og ég ákvað að fara til heimsins besta læknis fyrst þetta er nú vinnutækið mitt. Hann hafði gert 300 aðgerðir og 300 höfðu heppnast vel, þannig að tölfræðin var frekar góð,“ segir hún kímin.Eftir aðgerðina þurfti hún að þegja í þrjár vikur og gekk um Reykjavík með spjald um hálsinn til að skrifa á. "Það var mjög fyndið. Dóttir mín var mjög þolinmóð. Hún var eiginlega duglegust og var farin að skilja fingramál.“ Tónlist Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Björk greindist með hnút á raddböndunum fyrir fimm árum og beitti náttúrulegum aðferðum, þar á meðal breytti hún um mataræði, til að ná bata. Hún hafði lýst því yfir í viðtölum að hún ætlaði ekki í aðgerð en snerist hugur."Ég ákvað núna í september að fara til Boston í aðgerð til sama skurðlæknis og skar upp Adele. Þetta er eiginlega rokkstjarna raddbandaskurðlækna og það gekk rosalega vel. Ég er byrjuð að semja aftur lög og syngja og raddböndin eru orðin aftur eins og þau voru fyrir kannski fimmtán árum,“ segir Björk. "Ég er náttúrulega búin að öskra í þrjátíu ár og þetta var í raun og veru bara sigg sem var skorið af.“Spurð hvort hún hafi ekki verið hrædd við að fara í aðgerð segist hún hafa verið ofsalega þrjósk í fimm ár. "Á þessum fimm árum er þessu búið að fara svo mikið fram að þetta er í raun engin áhætta lengur. Þetta eru laser-skurðlækningar og ég ákvað að fara til heimsins besta læknis fyrst þetta er nú vinnutækið mitt. Hann hafði gert 300 aðgerðir og 300 höfðu heppnast vel, þannig að tölfræðin var frekar góð,“ segir hún kímin.Eftir aðgerðina þurfti hún að þegja í þrjár vikur og gekk um Reykjavík með spjald um hálsinn til að skrifa á. "Það var mjög fyndið. Dóttir mín var mjög þolinmóð. Hún var eiginlega duglegust og var farin að skilja fingramál.“
Tónlist Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira