Eins og svart og hvítt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. nóvember 2012 06:00 Fagnað í klefanum Kristinn og Guðjón (til hægri) eru lykilmenn Halmstad. Mynd/Aðsend Guðjón Baldvinsson, Kristinn Steindórsson og félagar í Halmstad tryggðu sér á ný sæti í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á laugardaginn. Frábær endir á besta tímabili Guðjóns sem fékk fá tækifæri sem liðsmaður GAIS fyrir þremur árum. „Þetta var ótrúlega sætt og það besta sem ég upplifað á mínum ferli," sagði Guðjón Baldvinsson í samtali við Fréttablaðið í gær. Halmstad hafnaði í þriðja sæti b-deildarinnar og mætti því Sundsvall, sem hafnaði í þriðja neðsta sæti úrvalsdeildarinnar, í tveimur leikjum. Eftir 3-0 sigur í heimaleiknum stóðu Guðjón og félagar vel að vígi fyrir síðari leikinn á laugardaginn. „Það fór svolítill hrollur um mann þegar þeir skoruðu fyrsta markið og voru fram að því búnir að vaða í færum. Þetta varð miklu þægilegra eftir að við jöfnuðum í 1-1 því þá þurftu þeir að skora fimm mörk," segir Guðjón sem skoraði eitt mark líkt og Kristinn Steindórsson. Jón Guðni Fjóluson var í liði Sundsvall líkt og Ari Freyr Skúlason sem skoraði eitt marka Sundsvall sem hafði 4-3 sigur. Guðjón skoraði 16 mörk í 30 leikjum og var á meðal markahæstu manna í deildinni. Hann komst meiðslalaus í gegnum langt tímabil og segist ekki geta verið sáttari við stöðu mála. Sérstaklega í ljósi verunnar hjá GAIS árið 2009 sem var enginn dans á rósum. „Árið hjá Halmstad og tíminn hjá GAIS eru eins og svart og hvítt," segir Guðjón sem aðeins kom við sögu í fimm leikjum með sænska liðinu. Ljóst var að þjálfari liðsins hefði enga trú á Garðbæingnum. „Ég vissi auðvitað alltaf að sá þjálfari hafði rangt fyrir sér. Ég beið spenntur eftir að sýna að hann hafði rangt fyrir sér. Ég var staðráðinn að gera það í sumar og það gekk. Á næsta ári verður GAIS í b-deildinni og ég í úrvalsdeildinni. Þetta gæti ekki verið betra," segir Guðjón og hlær. Guðjón segir Halmstad þurfa að auk breiddina í leikmannahópnum fyrir árið í úrvalsdeildinni. „Ég veit að það verður gert. Ef við spilum áfram sem lið höldum við áfram að bæta okkur. Þetta lítur vel út," segir Guðjón sem segist hafa grætt mikið á að spila í sænsku b-deildinni. „Ég held að það sé mjög gott fyrir íslenska leikmenn að byrja í b-deildinni, skapa sér nafn og fá sjálfstraust. Eftir á er það ómetanlegt og á eftir að hjálpa okkur Kristni á næsta ári." Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Enski boltinn Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Fleiri fréttir Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Sjá meira
Guðjón Baldvinsson, Kristinn Steindórsson og félagar í Halmstad tryggðu sér á ný sæti í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á laugardaginn. Frábær endir á besta tímabili Guðjóns sem fékk fá tækifæri sem liðsmaður GAIS fyrir þremur árum. „Þetta var ótrúlega sætt og það besta sem ég upplifað á mínum ferli," sagði Guðjón Baldvinsson í samtali við Fréttablaðið í gær. Halmstad hafnaði í þriðja sæti b-deildarinnar og mætti því Sundsvall, sem hafnaði í þriðja neðsta sæti úrvalsdeildarinnar, í tveimur leikjum. Eftir 3-0 sigur í heimaleiknum stóðu Guðjón og félagar vel að vígi fyrir síðari leikinn á laugardaginn. „Það fór svolítill hrollur um mann þegar þeir skoruðu fyrsta markið og voru fram að því búnir að vaða í færum. Þetta varð miklu þægilegra eftir að við jöfnuðum í 1-1 því þá þurftu þeir að skora fimm mörk," segir Guðjón sem skoraði eitt mark líkt og Kristinn Steindórsson. Jón Guðni Fjóluson var í liði Sundsvall líkt og Ari Freyr Skúlason sem skoraði eitt marka Sundsvall sem hafði 4-3 sigur. Guðjón skoraði 16 mörk í 30 leikjum og var á meðal markahæstu manna í deildinni. Hann komst meiðslalaus í gegnum langt tímabil og segist ekki geta verið sáttari við stöðu mála. Sérstaklega í ljósi verunnar hjá GAIS árið 2009 sem var enginn dans á rósum. „Árið hjá Halmstad og tíminn hjá GAIS eru eins og svart og hvítt," segir Guðjón sem aðeins kom við sögu í fimm leikjum með sænska liðinu. Ljóst var að þjálfari liðsins hefði enga trú á Garðbæingnum. „Ég vissi auðvitað alltaf að sá þjálfari hafði rangt fyrir sér. Ég beið spenntur eftir að sýna að hann hafði rangt fyrir sér. Ég var staðráðinn að gera það í sumar og það gekk. Á næsta ári verður GAIS í b-deildinni og ég í úrvalsdeildinni. Þetta gæti ekki verið betra," segir Guðjón og hlær. Guðjón segir Halmstad þurfa að auk breiddina í leikmannahópnum fyrir árið í úrvalsdeildinni. „Ég veit að það verður gert. Ef við spilum áfram sem lið höldum við áfram að bæta okkur. Þetta lítur vel út," segir Guðjón sem segist hafa grætt mikið á að spila í sænsku b-deildinni. „Ég held að það sé mjög gott fyrir íslenska leikmenn að byrja í b-deildinni, skapa sér nafn og fá sjálfstraust. Eftir á er það ómetanlegt og á eftir að hjálpa okkur Kristni á næsta ári."
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Enski boltinn Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Fleiri fréttir Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Sjá meira