Páll Óskar hitar upp fyrir Mika 15. nóvember 2012 13:00 "Ég hlakka mikið til," segir Páll Óskar Hjálmtýsson sem hitar upp fyrir Mika á tónleikum hans í Silfurbergi í Hörpunni 18. desember. "Mér skilst að það komist fyrir 1.200 manns í Silfurberginu. Þetta verða standandi tónleikar, því þetta eiga að vera stuðtónleikar. Mika vill ekki sitjandi áhorfendur og ég held að það sé alveg rakið að láta mig hita upp fyrir hann og koma liðinu í smá gír." Spurður hvort hann sé aðdáandi söngvarans, segist Palli hafa spilað fyrstu plötu hans, Life In Cartoon Motion, "í klessu". "Svo fór plata númer tvö svolítið fram hjá mér en ég er aðeins farinn að tékka á henni núna." Þetta verður í fyrsta sinn á löngum ferli sem Páll Óskar hitar upp fyrir annan tónlistarmann. "Einu skiptin sem ég hef verið á undan einhverjum hefur kannski verið á festivölum eins og á Airwaves sem partur af stærra prógrammi. Það verður bara hressandi að prófa eitthvað nýtt." Palli ætlar annars að taka því rólega um þessi jól. Engin plata er að koma út með honum og engin stór verkefni í farvatninu. "Ég sagði nei við öllum jólatónleikum og öllu því brölti og er farinn að hlakka til jólanna. Ég ætla að njóta þess að vera í jólastússinu." Miðasala á tónleika Mika hefur gengið mjög vel. Enn eru samt einhverjir miðar óseldir og fást þeir á Midi.is. - fb Tónlist Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
"Ég hlakka mikið til," segir Páll Óskar Hjálmtýsson sem hitar upp fyrir Mika á tónleikum hans í Silfurbergi í Hörpunni 18. desember. "Mér skilst að það komist fyrir 1.200 manns í Silfurberginu. Þetta verða standandi tónleikar, því þetta eiga að vera stuðtónleikar. Mika vill ekki sitjandi áhorfendur og ég held að það sé alveg rakið að láta mig hita upp fyrir hann og koma liðinu í smá gír." Spurður hvort hann sé aðdáandi söngvarans, segist Palli hafa spilað fyrstu plötu hans, Life In Cartoon Motion, "í klessu". "Svo fór plata númer tvö svolítið fram hjá mér en ég er aðeins farinn að tékka á henni núna." Þetta verður í fyrsta sinn á löngum ferli sem Páll Óskar hitar upp fyrir annan tónlistarmann. "Einu skiptin sem ég hef verið á undan einhverjum hefur kannski verið á festivölum eins og á Airwaves sem partur af stærra prógrammi. Það verður bara hressandi að prófa eitthvað nýtt." Palli ætlar annars að taka því rólega um þessi jól. Engin plata er að koma út með honum og engin stór verkefni í farvatninu. "Ég sagði nei við öllum jólatónleikum og öllu því brölti og er farinn að hlakka til jólanna. Ég ætla að njóta þess að vera í jólastússinu." Miðasala á tónleika Mika hefur gengið mjög vel. Enn eru samt einhverjir miðar óseldir og fást þeir á Midi.is. - fb
Tónlist Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira