Sagan endurtekur sig 8. nóvember 2012 00:01 Vínylplötusafn Bítlanna kostar tugi þúsunda. Fyrir þrjátíu árum þegar geisladiskurinn var nýr kostaði hann töluvert meira út úr búð heldur en vínylplatan. Verðmunurinn var útskýrður með háum framleiðslukostnaði og meiri gæðum. Þessi nýja tækni var svo fullkomin, hljómurinn miklu betri og hlustandinn yrði laus við snarkið í þessum rispum sem alltaf kæmu á vínylplöturnar með notkun. Í dag er búið að snúa þessu alveg við. Nú er vínyllinn miklu dýrari en geisladiskurinn. Ástæðurnar eru hærri framleiðslukostnaður og meiri gæði. Geisladiskurinn getur aldrei náð þessum hlýja og náttúrulega hljómi sem vínylplatan býður upp á. Og svo er snarkið svo notalegt. Verðmunurinn er augljós þegar við berum saman stóra og flotta pakka. Blur-boxið margrómaða sem kom út í sumar er bæði fáanlegt á vínyl og CD. Í fyrrnefnda boxinu eru sjö vínylplötur. Í því síðarnefnda er átján hljómdiskar og þrír mynddiskar. Vínylboxið er samt dýrara. Annað dæmi er Bítla-boxið. Fyrir þremur árum komu allar Bítlaplöturnar út á CD. Steríó-útgáfan inniheldur 16 diska og kostar um 35 þúsund krónur. Á mánudaginn koma sömu plötur út í forláta vínylplötuboxi. Verðið á því slagar hátt í 60 þúsund. Það þarf ekki að efast um að framleiðslukostnaður sé hærri á vínyl, en framleiðslukostnaður er samt bara hluti af verðmynduninni. Hann einn nægir ekki til að réttlæta þennan mikla mun. Verðið fer líka eftir því hvað kaupandinn er tilbúinn að borga og í dag eru kaupendur til í að borga miklu meira fyrir vínylinn. Hann þykir eigulegri gripur og stofustáss á meðan geisladiskurinn er ódýrt dót fyrir fjöldann. Það verður gaman að fylgjast með þróuninni í framtíðinni. Persónulega hef ég bara eitt mottó í sambandi við þessi mál: Það er tónlistin sem skiptir mestu máli, ekki miðillinn. Tónlist Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Fyrir þrjátíu árum þegar geisladiskurinn var nýr kostaði hann töluvert meira út úr búð heldur en vínylplatan. Verðmunurinn var útskýrður með háum framleiðslukostnaði og meiri gæðum. Þessi nýja tækni var svo fullkomin, hljómurinn miklu betri og hlustandinn yrði laus við snarkið í þessum rispum sem alltaf kæmu á vínylplöturnar með notkun. Í dag er búið að snúa þessu alveg við. Nú er vínyllinn miklu dýrari en geisladiskurinn. Ástæðurnar eru hærri framleiðslukostnaður og meiri gæði. Geisladiskurinn getur aldrei náð þessum hlýja og náttúrulega hljómi sem vínylplatan býður upp á. Og svo er snarkið svo notalegt. Verðmunurinn er augljós þegar við berum saman stóra og flotta pakka. Blur-boxið margrómaða sem kom út í sumar er bæði fáanlegt á vínyl og CD. Í fyrrnefnda boxinu eru sjö vínylplötur. Í því síðarnefnda er átján hljómdiskar og þrír mynddiskar. Vínylboxið er samt dýrara. Annað dæmi er Bítla-boxið. Fyrir þremur árum komu allar Bítlaplöturnar út á CD. Steríó-útgáfan inniheldur 16 diska og kostar um 35 þúsund krónur. Á mánudaginn koma sömu plötur út í forláta vínylplötuboxi. Verðið á því slagar hátt í 60 þúsund. Það þarf ekki að efast um að framleiðslukostnaður sé hærri á vínyl, en framleiðslukostnaður er samt bara hluti af verðmynduninni. Hann einn nægir ekki til að réttlæta þennan mikla mun. Verðið fer líka eftir því hvað kaupandinn er tilbúinn að borga og í dag eru kaupendur til í að borga miklu meira fyrir vínylinn. Hann þykir eigulegri gripur og stofustáss á meðan geisladiskurinn er ódýrt dót fyrir fjöldann. Það verður gaman að fylgjast með þróuninni í framtíðinni. Persónulega hef ég bara eitt mottó í sambandi við þessi mál: Það er tónlistin sem skiptir mestu máli, ekki miðillinn.
Tónlist Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira