Brjáluð hliðardagskrá 1. nóvember 2012 00:00 Steindór Andersen og Hilmar Örn Hilmarsson spila í Hörpu klukkan fimm í dag. Iceland Airwaves-hátíðin hefur vaxið mikið síðustu ár. Dagskráin hefur farið stækkandi og það eru seldir fleiri miðar nú en áður. Það atriði sem hefur vaxið mest er samt örugglega „off-venue“ dagskráin. Off-venue er ókeypis dagskrá til hliðar við aðaldagskrána. Hún er öllum opin og tryggir að Airwaves er hátíð allra tónlistaráhugamanna í höfuðborginni, hvort sem þeir hafa keypt sér armband eða ekki. Hliðardagskráin í ár er hreint út sagt klikkuð. Hátt í 40 staðir bjóða upp á dagskráratriði og margir þeirra eru með þétta dagskrá alla dagana. Hliðardagskráin er oft að degi til, sem þýðir að það er hægt að hlusta á tónlist frá hádegi og fram á nótt. Eina spurningin er hvað eigi að velja. Hér á eftir fara nokkrir spennandi möguleikar:Fimmtudagur:Fimm kanadísk bönd á Hressó frá kl. 14. Bedroom Community dagskrá frá kl. 16 á Kaffibarnum. Steindór Andersen og Hilmar Örn Hilmarsson í Hörpu kl. 17 og Shabazz Palaces og THEESatisfaction á KEX Hostel klukkan 18.30.Föstudagur:Ásgeir Trausti á Marina Hotel kl. 12, Valdimar kl. 17 á sama stað, Of Monsters and Men kl. 18 og Tilbury kl. 19. Ojba Rasta og Ghostigital á KEX, Pascal Pinon á Kolabrautinni klukkan 16 og íslenskt rokk í strætóstöðinni í Mjódd frá 16–18.Laugardagur:Rökkurró, Vigri, Útidúr o.fl. í Norræna húsinu frá kl. 13. Þórir Georg, The Heavy Experience, Skelkur í bringu, Nolo o.fl. á Bar 11 frá kl. 17 og Hjálmar og For A Minor Reflection á Marina Hotel frá klukkan 17. Fyrir utan allt þetta stendur raftónlistarhátíðin Rafwaves yfir á þriðju hæð í Iðuhúsinu í Lækjargötu sömu daga og Airwaves. Þar spila allir helstu raftónlistarmenn Íslands, m.a. frá Reyk Veek, Möller, Thule og Weirdcore. Tónlist Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Iceland Airwaves-hátíðin hefur vaxið mikið síðustu ár. Dagskráin hefur farið stækkandi og það eru seldir fleiri miðar nú en áður. Það atriði sem hefur vaxið mest er samt örugglega „off-venue“ dagskráin. Off-venue er ókeypis dagskrá til hliðar við aðaldagskrána. Hún er öllum opin og tryggir að Airwaves er hátíð allra tónlistaráhugamanna í höfuðborginni, hvort sem þeir hafa keypt sér armband eða ekki. Hliðardagskráin í ár er hreint út sagt klikkuð. Hátt í 40 staðir bjóða upp á dagskráratriði og margir þeirra eru með þétta dagskrá alla dagana. Hliðardagskráin er oft að degi til, sem þýðir að það er hægt að hlusta á tónlist frá hádegi og fram á nótt. Eina spurningin er hvað eigi að velja. Hér á eftir fara nokkrir spennandi möguleikar:Fimmtudagur:Fimm kanadísk bönd á Hressó frá kl. 14. Bedroom Community dagskrá frá kl. 16 á Kaffibarnum. Steindór Andersen og Hilmar Örn Hilmarsson í Hörpu kl. 17 og Shabazz Palaces og THEESatisfaction á KEX Hostel klukkan 18.30.Föstudagur:Ásgeir Trausti á Marina Hotel kl. 12, Valdimar kl. 17 á sama stað, Of Monsters and Men kl. 18 og Tilbury kl. 19. Ojba Rasta og Ghostigital á KEX, Pascal Pinon á Kolabrautinni klukkan 16 og íslenskt rokk í strætóstöðinni í Mjódd frá 16–18.Laugardagur:Rökkurró, Vigri, Útidúr o.fl. í Norræna húsinu frá kl. 13. Þórir Georg, The Heavy Experience, Skelkur í bringu, Nolo o.fl. á Bar 11 frá kl. 17 og Hjálmar og For A Minor Reflection á Marina Hotel frá klukkan 17. Fyrir utan allt þetta stendur raftónlistarhátíðin Rafwaves yfir á þriðju hæð í Iðuhúsinu í Lækjargötu sömu daga og Airwaves. Þar spila allir helstu raftónlistarmenn Íslands, m.a. frá Reyk Veek, Möller, Thule og Weirdcore.
Tónlist Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira