Framlag Finna til Óskarsverðlaunanna 25. október 2012 17:00 Finnska kvikmyndin Purge er frumsýnd í kvöld. Myndin er byggð á metsölubókinni Hreinsun eftir Sofi Oksanen. Kvikmyndin Hreinsun er framlag Finna til Óskarsverðlaunanna í ár og er byggð á samnefndri metsölubók höfundarins Sofi Oksanen. Sagan segir frá Aliide og Zöru sem hafa báðar upplifað ofbeldi og grimmd á ævi sinni en ætla sér að lifa af. Aliide Truu er gömul kona sem býr í litlu þorpi í Eistlandi. Dag einn finnur hún unga stúlku að nafni Zara liggjandi í garði sínum. Þótt Aliide sér tortryggin í garð stúlkunnar aumkar hún sig yfir hana og býður henni inn til sín. Það kemur í ljós að konurnar eru skyldar, Zara er barnabarn systur Aliide og var á flótta undan rússnesku mafíunni sem hafði selt hana mansali til Þýskalands. Myndin segir tvær sögur; sögu Zöru og sögu hinnar ungu Aliide á tímum síðari heimstyrjaldarinnar. Ferðast er aftur til tímans fyrir stríð þegar Aliide og systir hennar lifa áhyggjulausu lífi í eistneska þorpinu sínu. Þegar stríðið skellur á upplifir Aliide ýmsar hörmungar auk nauðungarflutninga Eistlendinga til Síberíu, grimmdarlegar yfirheyrslur og dauðsföll. Oksanen lærði leikhúsfræði og var Hreinsun upphaflega skrifað sem leikrit sem sýnt var við gríðarlegar vinsældir í finnska þjóðleikhúsinu. Verkið var sett upp í Þjóðleikhúsinu árið 2011 við góðar undirtektir. Laura Birn og Liisi Tandefelt fara með hlutverk Aliide Truu á ólíkum æviskeiðum og Amanda Pilke leikur Zöru. Með önnur hlutverk í myndinni fara Peter Franzén, Krista Kosonen og Tommi Korpela. Leikstjóri myndarinnar er Antti Jokinen en hann skrifaði einnig handritið að myndinni ásamt Marko Leino. Myndin hlýtur fína dóma á vefsíðunni Imdb.com sem gefur henni 76 prósent af hundraði. Fréttir Menning Mest lesið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun „Ég er óléttur“ Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Íslenskur tónlistarmaður í lykilhlutverki Tónlist „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Fleiri fréttir Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Líf og fjör í loðnu málverkunum Kristrún og Isabelle Huppert flottar á opnun Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Sjá meira
Finnska kvikmyndin Purge er frumsýnd í kvöld. Myndin er byggð á metsölubókinni Hreinsun eftir Sofi Oksanen. Kvikmyndin Hreinsun er framlag Finna til Óskarsverðlaunanna í ár og er byggð á samnefndri metsölubók höfundarins Sofi Oksanen. Sagan segir frá Aliide og Zöru sem hafa báðar upplifað ofbeldi og grimmd á ævi sinni en ætla sér að lifa af. Aliide Truu er gömul kona sem býr í litlu þorpi í Eistlandi. Dag einn finnur hún unga stúlku að nafni Zara liggjandi í garði sínum. Þótt Aliide sér tortryggin í garð stúlkunnar aumkar hún sig yfir hana og býður henni inn til sín. Það kemur í ljós að konurnar eru skyldar, Zara er barnabarn systur Aliide og var á flótta undan rússnesku mafíunni sem hafði selt hana mansali til Þýskalands. Myndin segir tvær sögur; sögu Zöru og sögu hinnar ungu Aliide á tímum síðari heimstyrjaldarinnar. Ferðast er aftur til tímans fyrir stríð þegar Aliide og systir hennar lifa áhyggjulausu lífi í eistneska þorpinu sínu. Þegar stríðið skellur á upplifir Aliide ýmsar hörmungar auk nauðungarflutninga Eistlendinga til Síberíu, grimmdarlegar yfirheyrslur og dauðsföll. Oksanen lærði leikhúsfræði og var Hreinsun upphaflega skrifað sem leikrit sem sýnt var við gríðarlegar vinsældir í finnska þjóðleikhúsinu. Verkið var sett upp í Þjóðleikhúsinu árið 2011 við góðar undirtektir. Laura Birn og Liisi Tandefelt fara með hlutverk Aliide Truu á ólíkum æviskeiðum og Amanda Pilke leikur Zöru. Með önnur hlutverk í myndinni fara Peter Franzén, Krista Kosonen og Tommi Korpela. Leikstjóri myndarinnar er Antti Jokinen en hann skrifaði einnig handritið að myndinni ásamt Marko Leino. Myndin hlýtur fína dóma á vefsíðunni Imdb.com sem gefur henni 76 prósent af hundraði.
Fréttir Menning Mest lesið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun „Ég er óléttur“ Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Íslenskur tónlistarmaður í lykilhlutverki Tónlist „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Fleiri fréttir Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Líf og fjör í loðnu málverkunum Kristrún og Isabelle Huppert flottar á opnun Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Sjá meira