Erlent fjölmiðlafólk 300 talsins 22. október 2012 08:00 David Fricke, einn virtasti blaðamaður tímaritsins Rolling Stone, mætir annað árið í röð. Um þrjú hundruð manns frá fjölmiðlum víða í heiminum verða á meðal gesta á Airwaves-hátíðinni sem hefst í Reykjavík í lok mánaðarins. Fjöldinn er álíka mikill og mætti á hátíðina í fyrra. "Þetta er ómissandi fyrir okkur til að breiða út boðskapinn. Við erum lítið festival en stórt vörumerki. Svona umfjöllun er mikilvæg fyrir okkur til að keppa við að láta heiminn vita af okkur," segir Kamilla Ingibergsdóttir hjá Airwaves. Meðal þeirra fjölmiðla sem eiga fulltrúa á hátíðinni í þetta sinn eru BBC Radio, bandaríska tónlistarsíðan Paste Magazine, The Independent, Vice TV, Rolling Stone með blaðamanninn David Fricke í fararbroddi, Gaffa, Berlingske Tidende, danska- og norska ríkisútvarpið og bandarísku útvarpsstöðvarnar KEXP og KCRW. Einnig mætir til landsins fólk frá Quint Magazine í Dubai, LE TV frá Kína og blaðamenn frá japönsku tímariti og vefsíðu. Rússneskir, pólskir og þýskir blaðamenn verða einnig á svæðinu. Fólk frá hátíðum á borð við Euroconic, by:Larm, G! Festival, CMJ í New York, Spot Festival og Canadian Music Week verður einnig með augun á innlendum jafnt sem erlendum flytjendum. Bækistöðvar erlendu gestanna verða á Hótel Plaza í Aðalstræti. "Við búumst við því að um sex þúsund manns fari í gegnum fjölmiðlamiðstöðina á Plaza og við erum að búa okkur vel undir það," segir Kamilla. - fb Tónlist Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Um þrjú hundruð manns frá fjölmiðlum víða í heiminum verða á meðal gesta á Airwaves-hátíðinni sem hefst í Reykjavík í lok mánaðarins. Fjöldinn er álíka mikill og mætti á hátíðina í fyrra. "Þetta er ómissandi fyrir okkur til að breiða út boðskapinn. Við erum lítið festival en stórt vörumerki. Svona umfjöllun er mikilvæg fyrir okkur til að keppa við að láta heiminn vita af okkur," segir Kamilla Ingibergsdóttir hjá Airwaves. Meðal þeirra fjölmiðla sem eiga fulltrúa á hátíðinni í þetta sinn eru BBC Radio, bandaríska tónlistarsíðan Paste Magazine, The Independent, Vice TV, Rolling Stone með blaðamanninn David Fricke í fararbroddi, Gaffa, Berlingske Tidende, danska- og norska ríkisútvarpið og bandarísku útvarpsstöðvarnar KEXP og KCRW. Einnig mætir til landsins fólk frá Quint Magazine í Dubai, LE TV frá Kína og blaðamenn frá japönsku tímariti og vefsíðu. Rússneskir, pólskir og þýskir blaðamenn verða einnig á svæðinu. Fólk frá hátíðum á borð við Euroconic, by:Larm, G! Festival, CMJ í New York, Spot Festival og Canadian Music Week verður einnig með augun á innlendum jafnt sem erlendum flytjendum. Bækistöðvar erlendu gestanna verða á Hótel Plaza í Aðalstræti. "Við búumst við því að um sex þúsund manns fari í gegnum fjölmiðlamiðstöðina á Plaza og við erum að búa okkur vel undir það," segir Kamilla. - fb
Tónlist Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira