Bók um íslenska fatahönnun 22. október 2012 09:00 Ljósmyndarinn og stílistinn Charlie Strand einblínir á íslenska fatahönnuði í bókinni Icelandic Fashion Design sem kemur út í vikunni. Mynd/magnusandersen.co "Það er svo mikil gróska í íslenskri fatahönnun að mér fannst við hæfi að gera heila bók og sýna heiminum hvað er í gangi hérna," segir ljósmyndarinn og stílistinn Charlie Strand sem á heiðurinn að ljósmyndabókinni Icelandic Fashion Design sem kemur út í vikunni. Bókin inniheldur umfjallanir og vegalega myndaþætti tíu hönnuði. Charlie Strand hefur verið búsettur hér á landi síðastliðin fimm ár en hann er hálfur Íslendingur. Icelandic Fashion Project á að vera heimild um þann ört stækkandi iðnað sem fatahönnun er á Íslandi í dag og gefa um leið útlendingum sem sækja landið heim smá innsýn inn í íslenskan tískuheim. Þeir hönnuðir sem fjallað er um í bókinni eru Steinunn, Bóas, Eygló, Royal Extreme, ELM, Munda, Vera Þórðardóttir, E-Label og Arna Sigrún. "Mér finnst þessir tíu hönnuðir endurspegla hönnunarsenuna hérna. Hönnuðirnir eru jafn ólíkir og þeir eru margir. Þeir eru einnig allir á mismunandi stað á ferli sínum sem mér fannst mikilvægt," segir Strand, sem var rúmt ár að vinna bókina í samvinnu við hönnuðina sjálfa, teiknara og grafískan hönnuð. Strand hefur áður gefið út bókina Icelandic Projects sem er um íslenska list, tísku og tónlist. Útgáfuhóf fyrir Icelandic Fashion Design verður næstkomandi fimmtudag í bókabúð Máls og menningar. - áp Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira
"Það er svo mikil gróska í íslenskri fatahönnun að mér fannst við hæfi að gera heila bók og sýna heiminum hvað er í gangi hérna," segir ljósmyndarinn og stílistinn Charlie Strand sem á heiðurinn að ljósmyndabókinni Icelandic Fashion Design sem kemur út í vikunni. Bókin inniheldur umfjallanir og vegalega myndaþætti tíu hönnuði. Charlie Strand hefur verið búsettur hér á landi síðastliðin fimm ár en hann er hálfur Íslendingur. Icelandic Fashion Project á að vera heimild um þann ört stækkandi iðnað sem fatahönnun er á Íslandi í dag og gefa um leið útlendingum sem sækja landið heim smá innsýn inn í íslenskan tískuheim. Þeir hönnuðir sem fjallað er um í bókinni eru Steinunn, Bóas, Eygló, Royal Extreme, ELM, Munda, Vera Þórðardóttir, E-Label og Arna Sigrún. "Mér finnst þessir tíu hönnuðir endurspegla hönnunarsenuna hérna. Hönnuðirnir eru jafn ólíkir og þeir eru margir. Þeir eru einnig allir á mismunandi stað á ferli sínum sem mér fannst mikilvægt," segir Strand, sem var rúmt ár að vinna bókina í samvinnu við hönnuðina sjálfa, teiknara og grafískan hönnuð. Strand hefur áður gefið út bókina Icelandic Projects sem er um íslenska list, tísku og tónlist. Útgáfuhóf fyrir Icelandic Fashion Design verður næstkomandi fimmtudag í bókabúð Máls og menningar. - áp
Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira