Best of 2012 haldið í Höllinni 16. október 2012 16:42 Moses Hightower spilar í fyrsta sinn í Laugardalshöll í desember. fréttablaðið/anton "Moses hefur ekki spilað þar áður. Þetta verður örugglega mikið stuð," segir Steingrímur Karl Teague úr hljómsveitinni Moses Hightower. Mörg af stærstu nöfnum ársins í tónlistinni koma saman í Laugardalshöll miðvikudaginn 19. desember þegar blásið verður til tónlistarveislunnar Best of 2012. Fram koma Ásgeir Trausti, sem hefur slegið í gegn með sinni fyrstu plötu Dýrð í dauðaþögn, Hjálmar, sem hafa ekki spilað hér á landi í nokkurn tíma, hljómsveitin Valdimar sem sendir frá sér nýtt efni á næstunni, Moses Hightower sem nýlega gaf út sína aðra plötu, og Kiriyama Family sem sló í gegn með laginu Weekends í sumar og nú síðast laginu Heal. Þetta verða aðrir tónleikarnir á skömmum tíma sem Moses Hightower og Ásgeir Trausti spila á því fimm dögum áður verða þeir í Háskólabíói. "Ég held að hvort tveggja verði bara rosalega gaman," segir Steingrímur Karl en Ásgeir hitaði einmitt upp fyrir Moses á útgáfutónleikum þeirra. Aðspurður segist hann mjög ánægður með viðtökurnar við nýjustu plötu Moses, Önnur Mósebók. Hún kom einnig út á vínyl og var því fagnað með óvæntum tónleikum í Lucky Records við Hverfisgötu á mánudag. "Lucky Records er vagga vínylsins og þetta var mjög gaman." Forsala aðgöngumiða á Best of 2012 fer fram á Midi.is og hefst hún á hádegi 1. nóvember. -fb Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
"Moses hefur ekki spilað þar áður. Þetta verður örugglega mikið stuð," segir Steingrímur Karl Teague úr hljómsveitinni Moses Hightower. Mörg af stærstu nöfnum ársins í tónlistinni koma saman í Laugardalshöll miðvikudaginn 19. desember þegar blásið verður til tónlistarveislunnar Best of 2012. Fram koma Ásgeir Trausti, sem hefur slegið í gegn með sinni fyrstu plötu Dýrð í dauðaþögn, Hjálmar, sem hafa ekki spilað hér á landi í nokkurn tíma, hljómsveitin Valdimar sem sendir frá sér nýtt efni á næstunni, Moses Hightower sem nýlega gaf út sína aðra plötu, og Kiriyama Family sem sló í gegn með laginu Weekends í sumar og nú síðast laginu Heal. Þetta verða aðrir tónleikarnir á skömmum tíma sem Moses Hightower og Ásgeir Trausti spila á því fimm dögum áður verða þeir í Háskólabíói. "Ég held að hvort tveggja verði bara rosalega gaman," segir Steingrímur Karl en Ásgeir hitaði einmitt upp fyrir Moses á útgáfutónleikum þeirra. Aðspurður segist hann mjög ánægður með viðtökurnar við nýjustu plötu Moses, Önnur Mósebók. Hún kom einnig út á vínyl og var því fagnað með óvæntum tónleikum í Lucky Records við Hverfisgötu á mánudag. "Lucky Records er vagga vínylsins og þetta var mjög gaman." Forsala aðgöngumiða á Best of 2012 fer fram á Midi.is og hefst hún á hádegi 1. nóvember. -fb
Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira