Fagurbókmenntir eða pabbaklám 27. september 2012 06:00 Eftir að hafa unnið með fimmtán breskum rithöfundum í sex mánuði að verkum þeirra er mér orðin ljós öll sú flóra áhyggjuefna sem sækir á höfunda er þeir strengja saman orð í setningar. Um er að ræða áhyggjur á borð við: „Er orðavalið í setningu sjö á blaðsíðu 221 fullkomið?" – „ó mæ god ég er loddari sem verður refsað með óeiginlegri aftöku á almannafæri af blóðþyrstum gagnrýnendum" – „mun yfirmaður minn fatta að drullusokkurinn sem er myrtur með blásýru á blaðsíðu átta er nákvæm lýsing á honum og órum mínum um afdrif hans". Eitt er hins vegar það áhyggjuefni sem aðeins herjaði á helming höfundanna. Fyrr á árinu birtist viðtal við rithöfundinn Sophie Kinsella í breska blaðinu Guardian en Kinsella er þekkt fyrir gamansögur sínar um líf og verslunarleiðangra Rebeccu Bloomwood í Draumaveröld kaupalkans. Blaðamanni lék forvitni á að vita hvers vegna gáfuð kona með háskólagráðu í hagfræði frá Oxford legðist svo lágt að skrifa bækur sem féllu undir hina óvirðulegu bókmenntagrein sem kölluð hefur verið „chick-lit" eða skvísubækur. Sú list að afskrifa bækur eftir kvenrithöfunda með því að hengja á þær einhvern lítilsvirðandi merkimiða hefur tíðkast jafnlengi og konur hafa mundað pennann. Nýverið bættist nýr merkimiði í flóruna. Bókaflokkurinn Fimmtíu gráir skuggar hefur vakið sterk viðbrögð meðal lesenda. Sumir elska erótískt skáldverkið sem selst eins og heitar lummur en aðrir elska að hata það. Óháð skiptum skoðunum um verkið er hins vegar ljóst að um leið og hengdur var á það merkimiðinn „mömmuklám" var á brattann að sækja fyrir höfund þess að láta taka sig og bók sína alvarlega. Bækur eftir karlmenn eru bara bókmenntir. Bækur eftir konur eru hins vegar „chick-lit", kvennabækur og mömmuklám. Bækur Tony Parsons og Nick Hornby eru ekki „dick-lit" þótt halda megi því fram að þær séu hin hliðin á „chick-lit" peningnum. Öreindirnar eftir Michel Houellebecq og Náin kynni eftir Hanif Kureishi eru fagurbókmenntir en ekki pabbaklám. Í dag er rithöfundurinn J.K. Rowling, skapari Harry Potter, með öndina í hálsinum. Snemma í morgun kom fyrsta skáldsaga hennar fyrir fullorðna út í Bretlandi og Bandaríkjunum. Ofan á venjulegar áhyggjur sem tengjast ritstörfum þurfa kvenhöfundar að hafa áhyggjur af því að verk þeirra verði afskrifuð með merkimiða. Hvaða merkimiða J.K. Rowling fær á eftir að koma í ljós. Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að eftirvæntingin eftir bók Rowling og tilfinningaþrungnar umræður um Fimmtíu gráa skugga sýna að fréttir af dauða bókarinnar reyndust stórlega ýktar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Sif Sigmarsdóttir Skoðanir Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Eftir að hafa unnið með fimmtán breskum rithöfundum í sex mánuði að verkum þeirra er mér orðin ljós öll sú flóra áhyggjuefna sem sækir á höfunda er þeir strengja saman orð í setningar. Um er að ræða áhyggjur á borð við: „Er orðavalið í setningu sjö á blaðsíðu 221 fullkomið?" – „ó mæ god ég er loddari sem verður refsað með óeiginlegri aftöku á almannafæri af blóðþyrstum gagnrýnendum" – „mun yfirmaður minn fatta að drullusokkurinn sem er myrtur með blásýru á blaðsíðu átta er nákvæm lýsing á honum og órum mínum um afdrif hans". Eitt er hins vegar það áhyggjuefni sem aðeins herjaði á helming höfundanna. Fyrr á árinu birtist viðtal við rithöfundinn Sophie Kinsella í breska blaðinu Guardian en Kinsella er þekkt fyrir gamansögur sínar um líf og verslunarleiðangra Rebeccu Bloomwood í Draumaveröld kaupalkans. Blaðamanni lék forvitni á að vita hvers vegna gáfuð kona með háskólagráðu í hagfræði frá Oxford legðist svo lágt að skrifa bækur sem féllu undir hina óvirðulegu bókmenntagrein sem kölluð hefur verið „chick-lit" eða skvísubækur. Sú list að afskrifa bækur eftir kvenrithöfunda með því að hengja á þær einhvern lítilsvirðandi merkimiða hefur tíðkast jafnlengi og konur hafa mundað pennann. Nýverið bættist nýr merkimiði í flóruna. Bókaflokkurinn Fimmtíu gráir skuggar hefur vakið sterk viðbrögð meðal lesenda. Sumir elska erótískt skáldverkið sem selst eins og heitar lummur en aðrir elska að hata það. Óháð skiptum skoðunum um verkið er hins vegar ljóst að um leið og hengdur var á það merkimiðinn „mömmuklám" var á brattann að sækja fyrir höfund þess að láta taka sig og bók sína alvarlega. Bækur eftir karlmenn eru bara bókmenntir. Bækur eftir konur eru hins vegar „chick-lit", kvennabækur og mömmuklám. Bækur Tony Parsons og Nick Hornby eru ekki „dick-lit" þótt halda megi því fram að þær séu hin hliðin á „chick-lit" peningnum. Öreindirnar eftir Michel Houellebecq og Náin kynni eftir Hanif Kureishi eru fagurbókmenntir en ekki pabbaklám. Í dag er rithöfundurinn J.K. Rowling, skapari Harry Potter, með öndina í hálsinum. Snemma í morgun kom fyrsta skáldsaga hennar fyrir fullorðna út í Bretlandi og Bandaríkjunum. Ofan á venjulegar áhyggjur sem tengjast ritstörfum þurfa kvenhöfundar að hafa áhyggjur af því að verk þeirra verði afskrifuð með merkimiða. Hvaða merkimiða J.K. Rowling fær á eftir að koma í ljós. Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að eftirvæntingin eftir bók Rowling og tilfinningaþrungnar umræður um Fimmtíu gráa skugga sýna að fréttir af dauða bókarinnar reyndust stórlega ýktar.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun