Lýtur sömu lögmálum 5. september 2012 11:30 Baldur Ragnarsson hefur haft í nógu að snúast á þessu ári. fréttablaðið/valli Baldur Ragnarsson kemur að gerð fjögurra platna á þessu ári. Hann vílar ekki fyrir sér að tækla jafnt barnatónlist sem bárujárnsrokk og ýmislegt fleira. Þetta hittist einhvern veginn þannig á að það var nóg til af efni á ansi mörgum vígstöðvum og það bara small allt saman, segir Baldur Ragnarsson. Hann kemur að gerð fjögurra platna á þessu ári. Þrjár þeirra eru þegar komnar út, eða með Dætrasonum, Innvortis og leikhópnum Lottu sem gaf út Stígvélaða köttinn. Sú fjórða kemur út 26. október með þungarokkurunum í Skálmöld. Baldur útilokar ekki að senda meira efni frá sér á árinu, hugsanlega sólóplötu. Það er aldrei að vita nema maður hendi í eina síðla árs. Maður getur ekkert stoppað þegar maður er kominn á bragðið. Maður á tugi af lögum og þarf að fara að hreinsa þetta út. Baldur er einnig tónlistarstjóri Dýranna í Hálsaskógi ásamt Gunnari Ben, félaga sínum úr Skálmöld. Leikritið verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu kl. 14 næsta laugardag. Önnur sýning verður kl. 17 sama dag en um kvöldið taka þeir þátt í tónlistarhátíðinni Rokkjötnar í Kaplakrika með Skálmöld. Þetta verður drjúgur dagur. Maður kemur fram fyrir alla þjóðfélagshópa á einum degi. Aðspurður býst Baldur ekki við að eiga í vandræðum með að koma sér í rokkgírinn eftir barnasýninguna. Maður þarf alltaf að vera með fulla orku í því sem maður gerir, það þarf bara að beisla hana á annan máta. Hvort sem það heitir barnaleikrit eða þungarokk, þá skiptir það engu máli. Það lýtur allt sömu lögmálum. freyr@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Baldur Ragnarsson kemur að gerð fjögurra platna á þessu ári. Hann vílar ekki fyrir sér að tækla jafnt barnatónlist sem bárujárnsrokk og ýmislegt fleira. Þetta hittist einhvern veginn þannig á að það var nóg til af efni á ansi mörgum vígstöðvum og það bara small allt saman, segir Baldur Ragnarsson. Hann kemur að gerð fjögurra platna á þessu ári. Þrjár þeirra eru þegar komnar út, eða með Dætrasonum, Innvortis og leikhópnum Lottu sem gaf út Stígvélaða köttinn. Sú fjórða kemur út 26. október með þungarokkurunum í Skálmöld. Baldur útilokar ekki að senda meira efni frá sér á árinu, hugsanlega sólóplötu. Það er aldrei að vita nema maður hendi í eina síðla árs. Maður getur ekkert stoppað þegar maður er kominn á bragðið. Maður á tugi af lögum og þarf að fara að hreinsa þetta út. Baldur er einnig tónlistarstjóri Dýranna í Hálsaskógi ásamt Gunnari Ben, félaga sínum úr Skálmöld. Leikritið verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu kl. 14 næsta laugardag. Önnur sýning verður kl. 17 sama dag en um kvöldið taka þeir þátt í tónlistarhátíðinni Rokkjötnar í Kaplakrika með Skálmöld. Þetta verður drjúgur dagur. Maður kemur fram fyrir alla þjóðfélagshópa á einum degi. Aðspurður býst Baldur ekki við að eiga í vandræðum með að koma sér í rokkgírinn eftir barnasýninguna. Maður þarf alltaf að vera með fulla orku í því sem maður gerir, það þarf bara að beisla hana á annan máta. Hvort sem það heitir barnaleikrit eða þungarokk, þá skiptir það engu máli. Það lýtur allt sömu lögmálum. freyr@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira