Spennandi tímar hjá RetRoBot 23. ágúst 2012 15:30 „Þetta er fyrsta tónleikaferðin okkar til útlanda svo við erum mjög spenntir," segir Daði Freyr Pétursson, meðlimur hljómsveitarinnar RetRoBot sem er nú stödd á tónleikaferðalagi í Hollandi. RetRoBot sigraði Músíktilraunir í lok mars og hefur verið á fleygiferð síðan. „Við erum búnir að spila um hverja helgi frá því við unnum og stundum tvisvar eða þrisvar um helgi," segir Daði Freyr og bætir við að líf þeirra hafi því breyst mikið frá því þeir báru sigur úr býtum í Austurbæ. Þeir verða í Hollandi fram yfir helgi og spila á þremur stöðum, þar á meðal á Westerpop-tónlistarhátíðinni í Delft. Ferðin er hluti af sigurverðlaunum þeirra úr Músíktilraunum. Ævintýrið er þó bara rétt að byrja því fram undan hjá þeim eru ferðir bæði til Noregs og Póllands nú á haustmánuðum auk þess sem þeir stefna á útgáfu EP-plötu á næstu dögum. „Við erum svo að semja stóra plötu í rólegheitum, okkur liggur ekkert á heldur viljum við bara gera það almennilega," segir Daði Freyr. Sem sigurvegarar Músíktilrauna hefur hljómsveitin stór spor til að fylla í. Sigurvegarinn frá því í fyrra, hljómsveitin Samaris, hefur verið að gera gríðarlega góða hluti og Of Monsters and Men sem sigruðu árið 2010 eru að leggja heiminn að fótum sér um þessar mundir. - trs Tónlist Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Þetta er fyrsta tónleikaferðin okkar til útlanda svo við erum mjög spenntir," segir Daði Freyr Pétursson, meðlimur hljómsveitarinnar RetRoBot sem er nú stödd á tónleikaferðalagi í Hollandi. RetRoBot sigraði Músíktilraunir í lok mars og hefur verið á fleygiferð síðan. „Við erum búnir að spila um hverja helgi frá því við unnum og stundum tvisvar eða þrisvar um helgi," segir Daði Freyr og bætir við að líf þeirra hafi því breyst mikið frá því þeir báru sigur úr býtum í Austurbæ. Þeir verða í Hollandi fram yfir helgi og spila á þremur stöðum, þar á meðal á Westerpop-tónlistarhátíðinni í Delft. Ferðin er hluti af sigurverðlaunum þeirra úr Músíktilraunum. Ævintýrið er þó bara rétt að byrja því fram undan hjá þeim eru ferðir bæði til Noregs og Póllands nú á haustmánuðum auk þess sem þeir stefna á útgáfu EP-plötu á næstu dögum. „Við erum svo að semja stóra plötu í rólegheitum, okkur liggur ekkert á heldur viljum við bara gera það almennilega," segir Daði Freyr. Sem sigurvegarar Músíktilrauna hefur hljómsveitin stór spor til að fylla í. Sigurvegarinn frá því í fyrra, hljómsveitin Samaris, hefur verið að gera gríðarlega góða hluti og Of Monsters and Men sem sigruðu árið 2010 eru að leggja heiminn að fótum sér um þessar mundir. - trs
Tónlist Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira