Eitt sinn verður allt fyrst Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 22. ágúst 2012 06:00 Ég get þetta alveg, hef bara aldrei gert þetta!" Sex ára dóttir mín slengdi þessari staðhæfingu fram þar sem við horfðum á unga fimleikastúlku gera lipurlegar æfingar á slá í sjónvarpinu en sjálf á dóttirin að baki eitt barnanámskeið í fimleikum. Ég glotti út í annað að þessari digurbarkalegu yfirlýsingu hennar þar sem stúlkan í sjónvarpinu sýndi talsverð tilþrif og fram kom að hún hafði æft þessa íþrótt í nokkur ár. Sjálfri stökk henni þó ekki bros, það er að segja dóttur minni. Hún horfði bara áhugasöm á tilþrifin og stakk upp í sig pítsusneið með skinku og ananas. Ég hefði geta þusað eitthvað um dramb og sjálfshól og að ekki þætti fínt að gaspra um eigið ágæti, sérstaklega ef hæpið væri að innistæða væri fyrir því, en beit í tunguna á mér. Það var eitthvað við einlægan tóninn og augnaráðið sem sagði mér að digurbarkaleg yfirlýsing stelpurófunnar hefði ekkert með sjálfshól að gera. Hvað átti ég líka með að vera að draga þá ályktun að hún gæti ekki eitthvað að því óreyndu? Ég stóð mig að því að öfunda hana af þessu viðhorfi hennar þegar ég velti því betur fyrir mér. Öfund er auðvitað engin dyggð frekar en dramb svo ég fór fínt með það. En veit maður nokkuð hvað í manni býr fyrr en reynir á það? Getur maður verið viss um að mistakast eitthvað nema prófa? Ég held ekki. Sennilega er manni einmitt frekar hættara við að mistakast ef maður hefur enga trú á að manni takist það til að byrja með. Sjálfsagt mætti skrifa þetta óttalausa viðhorf stelpurófunnar á árin hennar sex, sakleysi æskunnar og reynsluleysi. Kannski mun viðhorf hennar breytast eftir því sem fleiri hindranir verða á vegi hennar á lífsleiðinni og hún mun auðvitað mæta hindrunum. Það verður ekki hjá því komist og sem foreldri naga ég neglurnar niður í kviku yfir hinu ýmsa mótlæti sem ég veit að dóttir mín á eftir að upplifa. Ég vona bara að hún gefist ekki upp þó á móti blási öðru hvoru. Ég vona að hún skipti ekki um skoðun. Því hugsanlega er þetta einmitt viðhorfið sem þarf til að yfirstíga allar hindranir. Ég get þetta alveg, hef bara aldrei gert þetta –áður! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Tryggvadóttir Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun
Ég get þetta alveg, hef bara aldrei gert þetta!" Sex ára dóttir mín slengdi þessari staðhæfingu fram þar sem við horfðum á unga fimleikastúlku gera lipurlegar æfingar á slá í sjónvarpinu en sjálf á dóttirin að baki eitt barnanámskeið í fimleikum. Ég glotti út í annað að þessari digurbarkalegu yfirlýsingu hennar þar sem stúlkan í sjónvarpinu sýndi talsverð tilþrif og fram kom að hún hafði æft þessa íþrótt í nokkur ár. Sjálfri stökk henni þó ekki bros, það er að segja dóttur minni. Hún horfði bara áhugasöm á tilþrifin og stakk upp í sig pítsusneið með skinku og ananas. Ég hefði geta þusað eitthvað um dramb og sjálfshól og að ekki þætti fínt að gaspra um eigið ágæti, sérstaklega ef hæpið væri að innistæða væri fyrir því, en beit í tunguna á mér. Það var eitthvað við einlægan tóninn og augnaráðið sem sagði mér að digurbarkaleg yfirlýsing stelpurófunnar hefði ekkert með sjálfshól að gera. Hvað átti ég líka með að vera að draga þá ályktun að hún gæti ekki eitthvað að því óreyndu? Ég stóð mig að því að öfunda hana af þessu viðhorfi hennar þegar ég velti því betur fyrir mér. Öfund er auðvitað engin dyggð frekar en dramb svo ég fór fínt með það. En veit maður nokkuð hvað í manni býr fyrr en reynir á það? Getur maður verið viss um að mistakast eitthvað nema prófa? Ég held ekki. Sennilega er manni einmitt frekar hættara við að mistakast ef maður hefur enga trú á að manni takist það til að byrja með. Sjálfsagt mætti skrifa þetta óttalausa viðhorf stelpurófunnar á árin hennar sex, sakleysi æskunnar og reynsluleysi. Kannski mun viðhorf hennar breytast eftir því sem fleiri hindranir verða á vegi hennar á lífsleiðinni og hún mun auðvitað mæta hindrunum. Það verður ekki hjá því komist og sem foreldri naga ég neglurnar niður í kviku yfir hinu ýmsa mótlæti sem ég veit að dóttir mín á eftir að upplifa. Ég vona bara að hún gefist ekki upp þó á móti blási öðru hvoru. Ég vona að hún skipti ekki um skoðun. Því hugsanlega er þetta einmitt viðhorfið sem þarf til að yfirstíga allar hindranir. Ég get þetta alveg, hef bara aldrei gert þetta –áður!
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun