Best í heimi Atli Fannar Bjarkason skrifar 28. júlí 2012 06:00 Stundum, seint á kvöldin, þá staldra ég við og hugsa um stærsta einstaka þáttinn í sögu okkar sem íþróttaþjóðar: Höfðatöluna. Ef Íslendingar væru fjölmenn þjóð þyrftum við síendurtekinn árangur til að blása upp þjóðarstoltið en í staðinn beitum við tölfræðiæfingum sem gefa okkur tímabundna, en unaðslega, vellíðan. Auðvitað eigum við að gera meira úr höfðatölunni. Samkvæmt henni hefur árangur Íslendinga á Ólympíuleikum verið óslitin sigurganga. Stangarstökkvarinn Vala Flosadóttir vann til bronsverðlauna á Ólympíuleikunum í Sidney árið 2000 eftir að hafa vippað sér yfir fjóra metra og fimmtíu sentimetra. Hin bandaríska Stacy Dragila hlaut gullverðlaun fyrir stökk upp á fjóra metra og sextíu sentimetra en ef við miðum við höfðatölu stökk Vala þúsund sinnum hærra. Hún slengdi sér því fjóra kílómetra og fimmhundruð metra til himins. Árangur sem verður seint leikinn eftir. Bronsverðlaun júdókappans Bjarna Friðrikssonar á Ólympíuleikunum í Los Angeles árið 1984 líða seint úr minni. Þar bar hinn suður-kóreski Ha Hyoung-Zoo sigur úr býtum þegar hann lagði brasilíska júdókappann Douglas Vieira. Árangur Bjarna er vitaskuld betri en árangur sigurvegarans — 166 sinnum betri ef við miðum við höfðatölu. Það má því segja að andstæðingur Ha Hyoung-Zoo hafi aðeins verið nokkur grömm að þyngd á meðan Bjarni lagði fimmtán tonna ofurmenni í bardaganum um bronsið. Eitthvað sem engum hefur tekist, hvorki fyrr né síðar. Ekki má gleyma ótrúlegum árangri íslenska handboltalandsliðsins á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008. Strákarnir okkar komu heim með silfrið og nafnbótina besta íþróttalið heims, miðað við höfðatölu. Möguleikar Íslendinga í úrslitaleiknum voru litlir sem engir enda ekkert lið mætt slíku ofurefli. Ef við miðum við höfðatölu mættu strákarnir rúmlega 1.500 Frökkum á vellinum. Þeir náðu engu að síður að skora 23 mörk og fengu á sig aðeins 28. Miðað við höfðatölu fór úrslitaleikurinn því 5.010 - 28, Íslendingum í vil. Engu liði hefur tekist að skora jafn mörg mörk í handboltaleik og ólíklegt er að afrekið verði nokkurn tíma leikið eftir. Afrekin eru vitaskuld fleiri. Einar Vilhjálmsson stökk tæpa tíu kílómetra í þrístökki á Ólympíuleikunum í Melbourne árið 1956, Jón Arnar Magnússon á nokkur ótrúleg met í tugþraut, miðað við höfðatölu, og í næstu viku er líklegt að Kári Steinn Karlsson ljúki maraþoni á tæpum þremur mínútum — met sem verður ekki slegið fyrr en Færeyingar taka þátt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atli Fannar Bjarkason Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun
Stundum, seint á kvöldin, þá staldra ég við og hugsa um stærsta einstaka þáttinn í sögu okkar sem íþróttaþjóðar: Höfðatöluna. Ef Íslendingar væru fjölmenn þjóð þyrftum við síendurtekinn árangur til að blása upp þjóðarstoltið en í staðinn beitum við tölfræðiæfingum sem gefa okkur tímabundna, en unaðslega, vellíðan. Auðvitað eigum við að gera meira úr höfðatölunni. Samkvæmt henni hefur árangur Íslendinga á Ólympíuleikum verið óslitin sigurganga. Stangarstökkvarinn Vala Flosadóttir vann til bronsverðlauna á Ólympíuleikunum í Sidney árið 2000 eftir að hafa vippað sér yfir fjóra metra og fimmtíu sentimetra. Hin bandaríska Stacy Dragila hlaut gullverðlaun fyrir stökk upp á fjóra metra og sextíu sentimetra en ef við miðum við höfðatölu stökk Vala þúsund sinnum hærra. Hún slengdi sér því fjóra kílómetra og fimmhundruð metra til himins. Árangur sem verður seint leikinn eftir. Bronsverðlaun júdókappans Bjarna Friðrikssonar á Ólympíuleikunum í Los Angeles árið 1984 líða seint úr minni. Þar bar hinn suður-kóreski Ha Hyoung-Zoo sigur úr býtum þegar hann lagði brasilíska júdókappann Douglas Vieira. Árangur Bjarna er vitaskuld betri en árangur sigurvegarans — 166 sinnum betri ef við miðum við höfðatölu. Það má því segja að andstæðingur Ha Hyoung-Zoo hafi aðeins verið nokkur grömm að þyngd á meðan Bjarni lagði fimmtán tonna ofurmenni í bardaganum um bronsið. Eitthvað sem engum hefur tekist, hvorki fyrr né síðar. Ekki má gleyma ótrúlegum árangri íslenska handboltalandsliðsins á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008. Strákarnir okkar komu heim með silfrið og nafnbótina besta íþróttalið heims, miðað við höfðatölu. Möguleikar Íslendinga í úrslitaleiknum voru litlir sem engir enda ekkert lið mætt slíku ofurefli. Ef við miðum við höfðatölu mættu strákarnir rúmlega 1.500 Frökkum á vellinum. Þeir náðu engu að síður að skora 23 mörk og fengu á sig aðeins 28. Miðað við höfðatölu fór úrslitaleikurinn því 5.010 - 28, Íslendingum í vil. Engu liði hefur tekist að skora jafn mörg mörk í handboltaleik og ólíklegt er að afrekið verði nokkurn tíma leikið eftir. Afrekin eru vitaskuld fleiri. Einar Vilhjálmsson stökk tæpa tíu kílómetra í þrístökki á Ólympíuleikunum í Melbourne árið 1956, Jón Arnar Magnússon á nokkur ótrúleg met í tugþraut, miðað við höfðatölu, og í næstu viku er líklegt að Kári Steinn Karlsson ljúki maraþoni á tæpum þremur mínútum — met sem verður ekki slegið fyrr en Færeyingar taka þátt.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun