Opna öfluga vefsíðu um tónlist 26. júlí 2012 13:00 Óli Dóri, stjórnandi útvarpsþáttarins Straums á X-inu 9.77, ritstýrir virkri og daglegri tónlistarumfjöllun á nýju vefsíðunni straum.is. Fréttablaðið/Ernir „Mér fannst eitthvað vanta til að skrásetja þessa íslensku tónlistarsenu sem er í gangi og hefur verið mjög öflug síðustu ár," segir tónlistarspekingurinn Ólafur Halldór Ólafsson, betur þekktur sem Óli Dóri. Hann hefur sett á laggirnar vefsíðuna straum.is sem verður með virka og daglega tónlistarumfjöllun. Óli Dóri er ritstjóri síðunnar og hefur áralanga reynslu af kynningu nýrra og ferskra tóna í útvarpsþætti sínum Straumi, sem er á dagskrá X-ins 9.77 á mánudagskvöldum milli klukkan tíu og tólf. Hægt er að nálgast upptökur af þættinum hér á Vísi á slóðinni visir.is/straumur. „Ég hef verið með þáttinn í sex ár með hléum og hann hefur gengið mjög vel," segir hann en heimasíðan er ákveðið framhald af góðri umfjöllun Straums. Vefsíðan fór af stað um helgina og standa Ernir Eyjólfsson ljósmyndari, Jón Örn Loðmfjörð, sem sér um forritun og Davíð Roach Gunnarsson greinahöfundur, að síðunni ásamt ritstjóranum og eru fleiri pennar að bætast í hópinn. Umfjölluninn verður alhliða og lýtur bæði að íslenskri og erlendri tónlist í formi kynninga, ritaðra viðtala og myndbandsviðtala. „Við ætlum að reyna að hafa vikuleg myndbandsviðtöl og erum búnir að taka eitt við Skúla mennska. Við heimsóttum hann í aukavinnuna en hann er pylsusali, sem er mjög skemmtilegt. Við ætlum líka að reyna að sýna daglegt líf fólks sem er í þessum geira," segir Óli Dóri. -hþt Tónlist Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Mér fannst eitthvað vanta til að skrásetja þessa íslensku tónlistarsenu sem er í gangi og hefur verið mjög öflug síðustu ár," segir tónlistarspekingurinn Ólafur Halldór Ólafsson, betur þekktur sem Óli Dóri. Hann hefur sett á laggirnar vefsíðuna straum.is sem verður með virka og daglega tónlistarumfjöllun. Óli Dóri er ritstjóri síðunnar og hefur áralanga reynslu af kynningu nýrra og ferskra tóna í útvarpsþætti sínum Straumi, sem er á dagskrá X-ins 9.77 á mánudagskvöldum milli klukkan tíu og tólf. Hægt er að nálgast upptökur af þættinum hér á Vísi á slóðinni visir.is/straumur. „Ég hef verið með þáttinn í sex ár með hléum og hann hefur gengið mjög vel," segir hann en heimasíðan er ákveðið framhald af góðri umfjöllun Straums. Vefsíðan fór af stað um helgina og standa Ernir Eyjólfsson ljósmyndari, Jón Örn Loðmfjörð, sem sér um forritun og Davíð Roach Gunnarsson greinahöfundur, að síðunni ásamt ritstjóranum og eru fleiri pennar að bætast í hópinn. Umfjölluninn verður alhliða og lýtur bæði að íslenskri og erlendri tónlist í formi kynninga, ritaðra viðtala og myndbandsviðtala. „Við ætlum að reyna að hafa vikuleg myndbandsviðtöl og erum búnir að taka eitt við Skúla mennska. Við heimsóttum hann í aukavinnuna en hann er pylsusali, sem er mjög skemmtilegt. Við ætlum líka að reyna að sýna daglegt líf fólks sem er í þessum geira," segir Óli Dóri. -hþt
Tónlist Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira