Listin að gera ekki neitt Friðrika Benónýsdóttir skrifar 12. júlí 2012 06:00 Ætlarðu bara að sitja á þessum sófa allt sumarfríið?" spyr vinur minn stórhneykslaður á svip. Hann hefur kíkt í kaffi í góða veðrinu eftir að hafa hjólað tuttugu kílómetra, komið við í grillveislu, pantað sér sumarbústað og drukkið latte á útikaffihúsi við Austurvöll. „Maður verður að GERA eitthvað í sumarfríinu," segir hann með hyldjúpri sannfæringu. Og reynir að fela geispa með hendinni. Ég bara brosi. Ég verð ekki að gera neitt. Sumarfrí heitir frí vegna þess að þá má maður gera ekki neitt. Er laus við skyldurnar og kvaðirnar. Ef mig langar að sitja á sófanum í fimm tíma og stara upp í loftið þá má ég það. Það er mitt val. Þessi félagslega pressa um að vera sífellt á þönum eins og landafjandi á sterum snertir mig ekki neitt. Jú, það er gaman að fara í góða gönguferð og anda að sér ilminum af sumri, sitja með bók á bekk á Klambratúni og horfa á krakka á öllum aldri sletta úr klaufunum, drekka latte eða hvítvínsglas á kaffihúsi og brosa framan í sólina. En ég verð ekkert að gera það. Ég er í fríi, ég á mig sjálf. Eitt af því skemmtilega sem ég hef gert í fríinu er að lesa grein á bloggi nytimes.com um kröfuna um að vera önnum kafinn. Þar heldur greinarhöfundur, Tim Kreider, því fram að nútímafólk óttist svo tómið í lífi sínu að það fylli helst hverja stund sólarhringsins með einhverjum fullkomlega ónauðsynlegum gjörningum til þess eins að sýnast vera eftirsótt og með á nótunum. Til þess að aðrir fái það ekki á tilfinninguna að líf þess sé ekki nógu spennandi og ögrandi. Og til þess að þurfa ekki að hugsa. Að finnast gott að vera einn með sjálfum sér, hugsa, lesa, skrifa eða einfaldlega bara vera, þykir merki um einkennilegheit. „Ertu í einhverju þunglyndi?" spyr fólk áhyggjufullt þegar maður svarar spurningunni um hvað eigi að gera í fríinu í tuttugasta sinn með stuttu og laggóðu: ekki neitt. Nei, ég er ekki í neinu þunglyndi. Þvert á móti. Ég er að njóta þess að vera til. Að vera í fríi og eiga tíma minn sjálf. Geta dundað mér á eigin hraða í gegnum dagana, borðað þegar ég er svöng, farið í gönguferðir klukkan fjögur á nóttunni og andað að mér friðsældinni sem skellur á eftir að allt ofurhressa og duglega fólkið er sofnað örmagna svefni hinna útkeyrðu. Og haldið svo áfram að gera ekki neitt einn daginn enn. Það er sumarfrí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Friðrika Benónýsdóttir Skoðanir Mest lesið Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson Skoðun
Ætlarðu bara að sitja á þessum sófa allt sumarfríið?" spyr vinur minn stórhneykslaður á svip. Hann hefur kíkt í kaffi í góða veðrinu eftir að hafa hjólað tuttugu kílómetra, komið við í grillveislu, pantað sér sumarbústað og drukkið latte á útikaffihúsi við Austurvöll. „Maður verður að GERA eitthvað í sumarfríinu," segir hann með hyldjúpri sannfæringu. Og reynir að fela geispa með hendinni. Ég bara brosi. Ég verð ekki að gera neitt. Sumarfrí heitir frí vegna þess að þá má maður gera ekki neitt. Er laus við skyldurnar og kvaðirnar. Ef mig langar að sitja á sófanum í fimm tíma og stara upp í loftið þá má ég það. Það er mitt val. Þessi félagslega pressa um að vera sífellt á þönum eins og landafjandi á sterum snertir mig ekki neitt. Jú, það er gaman að fara í góða gönguferð og anda að sér ilminum af sumri, sitja með bók á bekk á Klambratúni og horfa á krakka á öllum aldri sletta úr klaufunum, drekka latte eða hvítvínsglas á kaffihúsi og brosa framan í sólina. En ég verð ekkert að gera það. Ég er í fríi, ég á mig sjálf. Eitt af því skemmtilega sem ég hef gert í fríinu er að lesa grein á bloggi nytimes.com um kröfuna um að vera önnum kafinn. Þar heldur greinarhöfundur, Tim Kreider, því fram að nútímafólk óttist svo tómið í lífi sínu að það fylli helst hverja stund sólarhringsins með einhverjum fullkomlega ónauðsynlegum gjörningum til þess eins að sýnast vera eftirsótt og með á nótunum. Til þess að aðrir fái það ekki á tilfinninguna að líf þess sé ekki nógu spennandi og ögrandi. Og til þess að þurfa ekki að hugsa. Að finnast gott að vera einn með sjálfum sér, hugsa, lesa, skrifa eða einfaldlega bara vera, þykir merki um einkennilegheit. „Ertu í einhverju þunglyndi?" spyr fólk áhyggjufullt þegar maður svarar spurningunni um hvað eigi að gera í fríinu í tuttugasta sinn með stuttu og laggóðu: ekki neitt. Nei, ég er ekki í neinu þunglyndi. Þvert á móti. Ég er að njóta þess að vera til. Að vera í fríi og eiga tíma minn sjálf. Geta dundað mér á eigin hraða í gegnum dagana, borðað þegar ég er svöng, farið í gönguferðir klukkan fjögur á nóttunni og andað að mér friðsældinni sem skellur á eftir að allt ofurhressa og duglega fólkið er sofnað örmagna svefni hinna útkeyrðu. Og haldið svo áfram að gera ekki neitt einn daginn enn. Það er sumarfrí.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun