Þungarokk í þorpum 6. júlí 2012 15:00 Hér má sjá Hólmkel Leó Aðalsteinsson ásamt bræðrunum Atla, Agli og Viktori Sigursveinssonum en á myndina vantar tvo meðlimi rokksveitarinnar. Fréttablaðið/Ernir "Við spilum á stöðum sem þungarokkshljómsveitir halda aldrei tónleika á," segir Hólmkell Leó Aðalsteinsson, meðlimur hljómsveitarinnar Endless Dark, sem heldur af stað á Íslandstúr á morgun. Fyrstu tónleikarnir fara fram á Gamla Gauknum annað kvöld en að þeim loknum verður rokkað á Grundarfirði, Skagaströnd, Siglufirði, Akureyri og loks á Neskaupstað á rokkhátíðinni Eistnaflugi. "Sumir bæirnir eru bara þorp og það koma kannski rosalega fáir en við ætlum bara að hafa gaman af því," segir Hólmkell en meðlimir sveitarinnar eru frá Ólafsvík og Grundarfirði. Hann bætir við að þeir spili í Kántríbæ og að hann efist um að þungarokk hafi hljómað þar áður. Drengirnir reyndu að fá hljómsveitir frá hverjum bæ til liðs við sig. "Við könnuðum sem dæmi hvort það væri eitthvað band á Siglufirði en það virtist ekki vera svo Ugly Alex, sem kemur frá Akureyri, spilar líka með okkur þar." Hljómsveitin Trust the Lies ferðast með drengjunum allan hringinn og Mercy Buckets spilar jafnframt með þeim á Gauknum. Hólmkell segir sveitina gríðarspennta fyrir Eistnaflugi þó rafmögnuð stemning hafi myndast á tónleikum þeirra þar árið 2010. "Þá þoldu 70 prósent tónleikagesta okkur ekki því við vorum ekki nógu þungir fyrir metalhausana," segir Hólmkell sem óttast ekki að slíkt endurtaki sig. "Við erum orðnir aðeins þekktari og betri en þá." -hþt Tónlist Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
"Við spilum á stöðum sem þungarokkshljómsveitir halda aldrei tónleika á," segir Hólmkell Leó Aðalsteinsson, meðlimur hljómsveitarinnar Endless Dark, sem heldur af stað á Íslandstúr á morgun. Fyrstu tónleikarnir fara fram á Gamla Gauknum annað kvöld en að þeim loknum verður rokkað á Grundarfirði, Skagaströnd, Siglufirði, Akureyri og loks á Neskaupstað á rokkhátíðinni Eistnaflugi. "Sumir bæirnir eru bara þorp og það koma kannski rosalega fáir en við ætlum bara að hafa gaman af því," segir Hólmkell en meðlimir sveitarinnar eru frá Ólafsvík og Grundarfirði. Hann bætir við að þeir spili í Kántríbæ og að hann efist um að þungarokk hafi hljómað þar áður. Drengirnir reyndu að fá hljómsveitir frá hverjum bæ til liðs við sig. "Við könnuðum sem dæmi hvort það væri eitthvað band á Siglufirði en það virtist ekki vera svo Ugly Alex, sem kemur frá Akureyri, spilar líka með okkur þar." Hljómsveitin Trust the Lies ferðast með drengjunum allan hringinn og Mercy Buckets spilar jafnframt með þeim á Gauknum. Hólmkell segir sveitina gríðarspennta fyrir Eistnaflugi þó rafmögnuð stemning hafi myndast á tónleikum þeirra þar árið 2010. "Þá þoldu 70 prósent tónleikagesta okkur ekki því við vorum ekki nógu þungir fyrir metalhausana," segir Hólmkell sem óttast ekki að slíkt endurtaki sig. "Við erum orðnir aðeins þekktari og betri en þá." -hþt
Tónlist Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira