Pistillinn: Þér er boðið í stærstu veislu ársins Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Köln skrifar 26. maí 2012 06:00 Guðjón Valur fagnar eftir sigur á Barcelona í átta liða úrslitum. mynd/AG Íslenskir handboltaunnendur eru góðu vanir eftir frábæran árangur strákanna okkar síðustu árin og velgengni þeirra með félagsliðum sínum í bestu og stærstu deildum heims. Nú um helgina fara fram lokaúrsltin í Meistaradeild Evrópu og í þetta sinn eiga Íslendingar alls átta fulltrúa í þremur liðum af fjórum sem komust í undanúrslitin - sex leikmenn og tvo þjálfara. Það, eitt og sér, er ótrúlegt afrek. Í dag eigum við líklega tvo bestu handboltaþjálfara heims. Alfreð Gíslason hefur gert nánast ómennska hluti með Kiel á tímabilinu enda liðið þegar unnið tvöfalt heima fyrir, auk þess sem liðið er enn með fullt hús stiga í deildinni. Kraftaverkamaðurinn DagurFyrir tveimur árum hefðu afar fáið giskað á að Füchse Berlin yrði með allra bestu liðum Evrópu en það virðast nánast engin takmörk fyrir því hvað Dagur Sigurðsson getur náð úr sínu liði, þrátt fyrir að hafa úr umtalsvert minni fjárráðum að spila en allra stærstu félög Evrópu. Þessir tveir þjálfarar munu etja kappi í dag og verður ekki síður forvitnilegt að fylgjast með taktískri baráttu þjálfaranna af hliðarlínunni en baráttu leikmanna á vellinum. Þá er ekki annað hægt en að minnast á þá staðreynd að Ólafur Stefánsson getur nú unnið sinn fimmta Evrópumeistaratitil og það með þriðja félaginu frá jafn mörgum löndum. Lið hans, AG frá Danmörku, ætlar sér að sigra heiminn og ef einhver getur leitt þá til sigurs í þeirri baráttu er það Ólafur. Tölurnar tala sínu máli – hann er alltaf bestur þegar mest á reynir og virðist aldrei njóta sín betur en í úrslitaleikjum. Síðasta tækifærið til þess að fylgjast með Ólafi?Ólafur er á 39. aldursári og hefur ekki enn gefið út hvort hann ætli að taka eitt ár til viðbótar með AG eða ekki. En víst er að þetta er eitt síðasta tækifærið til að sjá hann í essinu sínu gegn þeim bestu í heiminum og vissara að láta það ekki fram hjá sér fara. Einstakur íþróttamaður Ólafur og einn sá allra besti í íþróttasögu Íslands. Íslendingar hafa, eins og eðlilegt er, fyrst og fremst glaðst yfir góðum árangri strákanna okkar á stórmótum í handbolta og notið þess að eiga landslið í allra fremstu röð í heiminum. Handboltaunnendur ættu þó ekki að láta leiki helgarinnar fram hjá sér fara og njóta þess að sjá hvað okkar frábæru fulltrúar hafa fram að færa á því allra stærsta sviði sem félagsliðahandbolti hefur upp á að bjóða. Pistillinn Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira
Íslenskir handboltaunnendur eru góðu vanir eftir frábæran árangur strákanna okkar síðustu árin og velgengni þeirra með félagsliðum sínum í bestu og stærstu deildum heims. Nú um helgina fara fram lokaúrsltin í Meistaradeild Evrópu og í þetta sinn eiga Íslendingar alls átta fulltrúa í þremur liðum af fjórum sem komust í undanúrslitin - sex leikmenn og tvo þjálfara. Það, eitt og sér, er ótrúlegt afrek. Í dag eigum við líklega tvo bestu handboltaþjálfara heims. Alfreð Gíslason hefur gert nánast ómennska hluti með Kiel á tímabilinu enda liðið þegar unnið tvöfalt heima fyrir, auk þess sem liðið er enn með fullt hús stiga í deildinni. Kraftaverkamaðurinn DagurFyrir tveimur árum hefðu afar fáið giskað á að Füchse Berlin yrði með allra bestu liðum Evrópu en það virðast nánast engin takmörk fyrir því hvað Dagur Sigurðsson getur náð úr sínu liði, þrátt fyrir að hafa úr umtalsvert minni fjárráðum að spila en allra stærstu félög Evrópu. Þessir tveir þjálfarar munu etja kappi í dag og verður ekki síður forvitnilegt að fylgjast með taktískri baráttu þjálfaranna af hliðarlínunni en baráttu leikmanna á vellinum. Þá er ekki annað hægt en að minnast á þá staðreynd að Ólafur Stefánsson getur nú unnið sinn fimmta Evrópumeistaratitil og það með þriðja félaginu frá jafn mörgum löndum. Lið hans, AG frá Danmörku, ætlar sér að sigra heiminn og ef einhver getur leitt þá til sigurs í þeirri baráttu er það Ólafur. Tölurnar tala sínu máli – hann er alltaf bestur þegar mest á reynir og virðist aldrei njóta sín betur en í úrslitaleikjum. Síðasta tækifærið til þess að fylgjast með Ólafi?Ólafur er á 39. aldursári og hefur ekki enn gefið út hvort hann ætli að taka eitt ár til viðbótar með AG eða ekki. En víst er að þetta er eitt síðasta tækifærið til að sjá hann í essinu sínu gegn þeim bestu í heiminum og vissara að láta það ekki fram hjá sér fara. Einstakur íþróttamaður Ólafur og einn sá allra besti í íþróttasögu Íslands. Íslendingar hafa, eins og eðlilegt er, fyrst og fremst glaðst yfir góðum árangri strákanna okkar á stórmótum í handbolta og notið þess að eiga landslið í allra fremstu röð í heiminum. Handboltaunnendur ættu þó ekki að láta leiki helgarinnar fram hjá sér fara og njóta þess að sjá hvað okkar frábæru fulltrúar hafa fram að færa á því allra stærsta sviði sem félagsliðahandbolti hefur upp á að bjóða.
Pistillinn Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira