Erfitt en gaman á Evróputúr 23. maí 2012 14:00 „Þetta verður erfitt en ógeðslega gaman," segir Arnór Dan Arnarson, söngvari Agent Fresco. Rokksveitin er á leiðinni í mánaðarlangt tónleikaferðalag um Evrópu sem hefst í Þýskalandi 30. maí. Stutt er síðan fyrsta platan, A Long Time Listening, kom út á þeirra eigin vegum í Þýskalandi, Austurríki og Sviss, auk þess sem hún kom út stafrænt á iTunes, Amazon og víðar. Þetta verður lengsta tónleikaferðalag Agent Fresco til Evrópu til þessa en í fyrra fóru strákarnir þangað í þriggja vikna túr. „Við erum að reyna að byggja upp aðdáendahóp. Hér og þar spilum við á geðveikum stöðum eins og í Berlín og París en svo spilum við líka á smærri búllum. Svo ætlum við að taka nokkrar hátíðar, meðal annars í Tékklandi og Slóvakíu þannig að þetta verður bland í poka," segir Arnór Dan. Með Agent-liðum í för verða Haraldur Leví Gunnarsson hjá útgáfufyrirtækinu Record Records og hljóðmaðurinn Jóhann Rúnar Þorgeirsson. Auk þess að aðstoða hljómsveitina við ýmislegt ætla þeir að skiptast á að keyra hana á milli staða. Þegar heim verður komið fara strákarnir á fullt í að semja ný lög fyrir næstu plötu sem kemur líklega út á næsta ári. -fb Tónlist Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Þetta verður erfitt en ógeðslega gaman," segir Arnór Dan Arnarson, söngvari Agent Fresco. Rokksveitin er á leiðinni í mánaðarlangt tónleikaferðalag um Evrópu sem hefst í Þýskalandi 30. maí. Stutt er síðan fyrsta platan, A Long Time Listening, kom út á þeirra eigin vegum í Þýskalandi, Austurríki og Sviss, auk þess sem hún kom út stafrænt á iTunes, Amazon og víðar. Þetta verður lengsta tónleikaferðalag Agent Fresco til Evrópu til þessa en í fyrra fóru strákarnir þangað í þriggja vikna túr. „Við erum að reyna að byggja upp aðdáendahóp. Hér og þar spilum við á geðveikum stöðum eins og í Berlín og París en svo spilum við líka á smærri búllum. Svo ætlum við að taka nokkrar hátíðar, meðal annars í Tékklandi og Slóvakíu þannig að þetta verður bland í poka," segir Arnór Dan. Með Agent-liðum í för verða Haraldur Leví Gunnarsson hjá útgáfufyrirtækinu Record Records og hljóðmaðurinn Jóhann Rúnar Þorgeirsson. Auk þess að aðstoða hljómsveitina við ýmislegt ætla þeir að skiptast á að keyra hana á milli staða. Þegar heim verður komið fara strákarnir á fullt í að semja ný lög fyrir næstu plötu sem kemur líklega út á næsta ári. -fb
Tónlist Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira