Fersk og óvænt plata Trausti Júlíusson skrifar 8. maí 2012 11:00 Tónlist. Ferless. Legend. Hljómsveitin Legend er skipuð Krumma Björgvins og Halldóri Ágústi Björnssyni. Hún hefur verið að spila eitthvað opinberlega, en Fearless er fyrsta platan. Þetta er kraftmikil elektrónísk rokktónlist sem minnir á listamenn eins og Nine Inch Nails og Depeche Mode. Það mætti kannski staðsetja hana einhvers staðar á milli þessara tveggja sveita, hún er dekkri og kraftmeiri heldur en þetta dæmigerða Depeche Mode-lag, en léttari en flest sem NiN hafa gert. Það kom skemmtilega á óvart hvað þetta er heilsteypt og sterk plata. Fyrsta lagið, Amazon War, kemur manni strax í fílinginn. Mjög flott upphafslag sem stigmagnast glæsilega. Næsta lag, Benjamite Bloodline kemur svo eins og í beinu framhaldi. Tónlist Legend er ekkert lík fyrri hljómsveitum Krumma (Mínus, Esja) og hann syngur öðruvísi en áður. Það er greinilegt að röddin hans smellpassar við þessa tegund tónlistar. Þriðja lagið City, er svolítið léttara og dansvænna og svo koma lögin hvert af öðru, Sister (mjög Depeche Mode-legt, hægt að hlusta á það hér fyrir ofan), Violence, Runaway Train, Fearless, Sudden Stop, Devil In Me og lokalagið Lust sem minnir töluvert á þýsku eðalsveitina DAF. Þó að tónlistin á Fearless minni mikið á þessar gömlu sveitir þá hefur hún samt líka sín eigin sérkenni. Og hún kemur fersk inn í íslenska tónlistarflóru ársins 2012. Eins og skrattinn úr sauðarleggnum – á heildina litið frábær plata. Niðurstaða: Nýjasta hljómsveitin hans Krumma með frábæra plötu Mest lesið Slappur smassborgari Gagnrýni Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Lífið Fleiri fréttir Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Tónlist. Ferless. Legend. Hljómsveitin Legend er skipuð Krumma Björgvins og Halldóri Ágústi Björnssyni. Hún hefur verið að spila eitthvað opinberlega, en Fearless er fyrsta platan. Þetta er kraftmikil elektrónísk rokktónlist sem minnir á listamenn eins og Nine Inch Nails og Depeche Mode. Það mætti kannski staðsetja hana einhvers staðar á milli þessara tveggja sveita, hún er dekkri og kraftmeiri heldur en þetta dæmigerða Depeche Mode-lag, en léttari en flest sem NiN hafa gert. Það kom skemmtilega á óvart hvað þetta er heilsteypt og sterk plata. Fyrsta lagið, Amazon War, kemur manni strax í fílinginn. Mjög flott upphafslag sem stigmagnast glæsilega. Næsta lag, Benjamite Bloodline kemur svo eins og í beinu framhaldi. Tónlist Legend er ekkert lík fyrri hljómsveitum Krumma (Mínus, Esja) og hann syngur öðruvísi en áður. Það er greinilegt að röddin hans smellpassar við þessa tegund tónlistar. Þriðja lagið City, er svolítið léttara og dansvænna og svo koma lögin hvert af öðru, Sister (mjög Depeche Mode-legt, hægt að hlusta á það hér fyrir ofan), Violence, Runaway Train, Fearless, Sudden Stop, Devil In Me og lokalagið Lust sem minnir töluvert á þýsku eðalsveitina DAF. Þó að tónlistin á Fearless minni mikið á þessar gömlu sveitir þá hefur hún samt líka sín eigin sérkenni. Og hún kemur fersk inn í íslenska tónlistarflóru ársins 2012. Eins og skrattinn úr sauðarleggnum – á heildina litið frábær plata. Niðurstaða: Nýjasta hljómsveitin hans Krumma með frábæra plötu
Mest lesið Slappur smassborgari Gagnrýni Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Lífið Fleiri fréttir Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira