Innblástur frá uppreisninni 26. apríl 2012 11:00 santigold Bandaríska tónlistarkonan er að gefa út sína aðra plötu, Master of My Make-Believe. nordicphotos/getty Hin bandaríska Santigold er að gefa út sína aðra sólóplötu. Fjögur ár eru liðin síðan hún steig fyrst fram á sjónarsviðið. Master of Make-Believe nefnist ný plata bandarísku tónlistarkonunnar Santigold. Sú fyrsta, Santogold, kom út fyrir fjórum árum og vakti athygli fyrir góðar melódíur og hressilega blöndu af ýmsum tónlistarstefnum, þar á meðal hipphoppi, nýbylgjurokki og reggíi. Margir þekktir tónlistarmenn urðu hrifnir og vildu ólmir starfa með henni, þar á meðal Jay-Z, David Byrne og hljómsveitin Beastie Boys. Santigold heitir réttu nafni Santi White. Hún fæddist 1976 í Fíladelfíu í Bandaríkjunum. Hún var söngkonan pönksveitarinnar Stiffed sem gaf út tvær plötur. Í framhaldinu var henni boðinn plötusamningur og fyrsta plata hennar kom út á vegum Downtown Records í Bandaríkjunum og Atlantic Records í Bretlandi. Fjögur smáskífulög voru gefin út og mesta lukku vakti L.E.S. Artistes. Tímaritið Rolling Stone valdi það annað besta smáskífulag ársins og setti plötuna í sjötta sæti yfir þær bestu árið 2008. Upptökustjórarnir Switch og Diplo aðstoða Santigold á nýju plötunni, rétt eins og á þeirri fyrri. Karen O úr Yeah Yeah Yeahs syngur með henni í smáskífulaginu Go!, þar sem gítarleikari sveitarinnar, Nick Zinner, kemur einnig við sögu. Dave Sitek úr TV on the Radio aðstoðar hana einnig á plötunni. Sem fyrr annast hún sjálf lagasmíðarnar. Að sögn Santigold fjalla textarnir um að taka við stjórnartaumunum í lífi sínu og fékk hún þar innblástur frá fólkinu sem hefur staðið uppi í hárinu í stjórnvöldum víða um heim og lagt líf sitt í hættu. Santigold verður dugleg við spilamennsku í sumar, bæði í Evrópu og Bandaríkjunum, þar sem hún spilar á hátíðunum Lollapalooza og Bonaroo. freyr@frettabladid.is Lífið Tónlist Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Sjá meira
Hin bandaríska Santigold er að gefa út sína aðra sólóplötu. Fjögur ár eru liðin síðan hún steig fyrst fram á sjónarsviðið. Master of Make-Believe nefnist ný plata bandarísku tónlistarkonunnar Santigold. Sú fyrsta, Santogold, kom út fyrir fjórum árum og vakti athygli fyrir góðar melódíur og hressilega blöndu af ýmsum tónlistarstefnum, þar á meðal hipphoppi, nýbylgjurokki og reggíi. Margir þekktir tónlistarmenn urðu hrifnir og vildu ólmir starfa með henni, þar á meðal Jay-Z, David Byrne og hljómsveitin Beastie Boys. Santigold heitir réttu nafni Santi White. Hún fæddist 1976 í Fíladelfíu í Bandaríkjunum. Hún var söngkonan pönksveitarinnar Stiffed sem gaf út tvær plötur. Í framhaldinu var henni boðinn plötusamningur og fyrsta plata hennar kom út á vegum Downtown Records í Bandaríkjunum og Atlantic Records í Bretlandi. Fjögur smáskífulög voru gefin út og mesta lukku vakti L.E.S. Artistes. Tímaritið Rolling Stone valdi það annað besta smáskífulag ársins og setti plötuna í sjötta sæti yfir þær bestu árið 2008. Upptökustjórarnir Switch og Diplo aðstoða Santigold á nýju plötunni, rétt eins og á þeirri fyrri. Karen O úr Yeah Yeah Yeahs syngur með henni í smáskífulaginu Go!, þar sem gítarleikari sveitarinnar, Nick Zinner, kemur einnig við sögu. Dave Sitek úr TV on the Radio aðstoðar hana einnig á plötunni. Sem fyrr annast hún sjálf lagasmíðarnar. Að sögn Santigold fjalla textarnir um að taka við stjórnartaumunum í lífi sínu og fékk hún þar innblástur frá fólkinu sem hefur staðið uppi í hárinu í stjórnvöldum víða um heim og lagt líf sitt í hættu. Santigold verður dugleg við spilamennsku í sumar, bæði í Evrópu og Bandaríkjunum, þar sem hún spilar á hátíðunum Lollapalooza og Bonaroo. freyr@frettabladid.is
Lífið Tónlist Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Sjá meira