Hermann Ingi trúbador heitir núna Kaleb Joshua 1. apríl 2012 11:00 Trúbadorinn og Kabbalistinn Kaleb Joshua breytti nafninu sínu fyrir skömmu. „Þessi tvö nöfn Kaleb og Joshua hafa verið mér huglæg mjög lengi og það var í febrúar sem ég lét verða af þessu og breytti nafninu í tengslum við mínar lífsskoðanir,“ segir trúbadorinn og Kabbalistinn Kaleb Joshua sem hét áður Hermann Ingi Hermannsson. Hann byrjaði að kynna sér Kabbalah-fræðin fyrir fimm árum og í fyrra opnaði hann fyrstu miðstöð Kabbalah á Íslandi á Laugaveginum en tæplega fimmtíu Kabbalistar eru virkir hér á landi. Tónlistarferillinn hófst aftur á móti fyrir löngu síðan eða þegar hann var unglingur í Vestmannaeyjum. Um 25 ár eru liðin síðan hann steig sín fyrstu skref sem trúbador og eftir það hefur hann spilað víða um land nánast hverja einustu helgi, við góðar undirtektir. Flestir þekkja hann undir nafninu Hermann Ingi trúbador og því kom það flatt upp á marga þegar hann breytti nafninu sínu í þjóðskrá í Kaleb og hóf að koma fram undir því nafni. „Þetta er búinn að vera smá aðlögunartími og fólk þarf að venjast þessu smám saman,“ segir Kaleb og viðurkennir að breytingin hafi vakið athygli. „Ég fæ mikið af spurningum eins og „Hvaðan ertu?“ því fólk heldur að ég sé útlendingur.“ Aðspurður segist hann ekki hafa fundið fyrir fordómum í sinn garð. „Það er kannski einhver hópur af fólki sem er meira tengdur manni sem var vanur hinu nafninu og skilur ekki af hverju ég var að skipta um nafn.“ Hluti af ákvörðuninni er sú að Kaleb vildi með draga sjálfan sig fram í dagsljósið sem tónlistarmann. Hann bar sama nafn og faðir sinn sem var söngvari í Logum og stofnandi Papanna. „Maður hefur ekki fengið að njóta sín algjörlega sem maður sjálfur því fólk er alltaf að bera okkur saman. Við erum líkir að mörgu leyti en ekki tónlistarlega séð. Þetta gefur mér tækifæri til að koma fram með nýtt efni á mínum forsendum.“ Kaleb segir það mesta furðu hve pabbi hans tók nýja nafninu vel. „Ég hafði mestar áhyggur af því að segja honum frá þessu en hann hafði góðan skilning á þessari breytingu.“ Hann segir Kabbalah ekki vera trúarbrögð heldur andlega tæknifræði. „Þetta eru leiðbeiningar um hvernig þú getur dregið fram það besta í lífi þínu. Þú ert að fá vitneskju um hvernig kerfið virkar og það getur veitt þér ákveðið forskot,“ segir Kaleb. freyr@frettabladid.is Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Sjá meira
„Þessi tvö nöfn Kaleb og Joshua hafa verið mér huglæg mjög lengi og það var í febrúar sem ég lét verða af þessu og breytti nafninu í tengslum við mínar lífsskoðanir,“ segir trúbadorinn og Kabbalistinn Kaleb Joshua sem hét áður Hermann Ingi Hermannsson. Hann byrjaði að kynna sér Kabbalah-fræðin fyrir fimm árum og í fyrra opnaði hann fyrstu miðstöð Kabbalah á Íslandi á Laugaveginum en tæplega fimmtíu Kabbalistar eru virkir hér á landi. Tónlistarferillinn hófst aftur á móti fyrir löngu síðan eða þegar hann var unglingur í Vestmannaeyjum. Um 25 ár eru liðin síðan hann steig sín fyrstu skref sem trúbador og eftir það hefur hann spilað víða um land nánast hverja einustu helgi, við góðar undirtektir. Flestir þekkja hann undir nafninu Hermann Ingi trúbador og því kom það flatt upp á marga þegar hann breytti nafninu sínu í þjóðskrá í Kaleb og hóf að koma fram undir því nafni. „Þetta er búinn að vera smá aðlögunartími og fólk þarf að venjast þessu smám saman,“ segir Kaleb og viðurkennir að breytingin hafi vakið athygli. „Ég fæ mikið af spurningum eins og „Hvaðan ertu?“ því fólk heldur að ég sé útlendingur.“ Aðspurður segist hann ekki hafa fundið fyrir fordómum í sinn garð. „Það er kannski einhver hópur af fólki sem er meira tengdur manni sem var vanur hinu nafninu og skilur ekki af hverju ég var að skipta um nafn.“ Hluti af ákvörðuninni er sú að Kaleb vildi með draga sjálfan sig fram í dagsljósið sem tónlistarmann. Hann bar sama nafn og faðir sinn sem var söngvari í Logum og stofnandi Papanna. „Maður hefur ekki fengið að njóta sín algjörlega sem maður sjálfur því fólk er alltaf að bera okkur saman. Við erum líkir að mörgu leyti en ekki tónlistarlega séð. Þetta gefur mér tækifæri til að koma fram með nýtt efni á mínum forsendum.“ Kaleb segir það mesta furðu hve pabbi hans tók nýja nafninu vel. „Ég hafði mestar áhyggur af því að segja honum frá þessu en hann hafði góðan skilning á þessari breytingu.“ Hann segir Kabbalah ekki vera trúarbrögð heldur andlega tæknifræði. „Þetta eru leiðbeiningar um hvernig þú getur dregið fram það besta í lífi þínu. Þú ert að fá vitneskju um hvernig kerfið virkar og það getur veitt þér ákveðið forskot,“ segir Kaleb. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Sjá meira