Uppsögn gæti þurft að bæta 25. febrúar 2012 11:30 Lára V. Júlíusdóttir Ekki er að merkja ný gögn eða sannleik í nýjasta bréfi stjórnar Fjármálaeftirlitsins (FME) til Gunnars Andersen, forstjóra FME, að mati Skúla Bjarnasonar, lögmanns Gunnars. „Það er orðið margstaðfest, þrátt fyrir fullyrðingar um hið gagnstæða, að það er ekki um nein ný gögn að ræða," sagði Skúli í samtali við Vísi.is í gær. Hann vísar þar til lögfræðiálita, sem unnin hafa verið til að meta hæfi Gunnars til að gegna starfi forstjóra. Gunnar hefur nú frest fram á næstkomandi þriðjudag til að skila andmælum við fyrirhugaða uppsögn stjórnarinnar á ráðningarsamningi hans. Fyrri frestir runnu út á mánudag og fimmtudag í þessari viku. Lára V. Júlíusdóttir, hæstaréttarlögmaður og sérfræðingur í vinnurétti, segist velta fyrir sér af hverju ekki hafi verið valin „lögformlega réttari leið" við að segja Gunnari upp störfum. Eftir því sem ráða megi af opinberri umræðu um málið sé Gunnar opinber starfsmaður og með kjör eftir því sem gerist og gengur um ríkisstarfsmenn. Því gildi um hann lög um númer 70 frá 1996 um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Alla jafna segir Lára að fólki í stöðu Gunnars sé ekki sagt upp nema að undangenginni áminningu. „Fyrst er áminningarferli þar sem fólki er tilkynnt um að til standi að veita því áminningu," segir Lára, en viðkomandi er þá gefið færi á að andmæla þeirri fyrirætlan. Taki vinnuveitandinn ekki tillit til þess er svo venjan að það líði einhver tími þar sem viðkomandi fær tækifæri til að bæta ráð sitt. „Þetta er ferlið sem lögin gera ráð fyrir nema eitthvert stórfellt brot hafi verið framið. Þá er gert ráð fyrir að viðkomandi sé vikið frá tímabundið á meðan málið er rannsakað." Lára segist ekki fyllilega átta sig á lögfræðinni að baki uppsagnarferli forstjóra Fjármálaeftirlitsins, því henni virðist sem færð séu rök fyrir beinni uppsögn. „Hafi maðurinn ekki fengið áminningu eða framið stórfellt brot, þá sé ég ekki annað en hann eigi að minnsta kosti rétt á bótum ef þessi uppsögn fer fram," segir Lára og útilokar ekki að stjórn FME vilji fara slíka leið. „Annaðhvort þá bætur sem um semjast eða fást með dómi." olikr@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn í október Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Sjá meira
Ekki er að merkja ný gögn eða sannleik í nýjasta bréfi stjórnar Fjármálaeftirlitsins (FME) til Gunnars Andersen, forstjóra FME, að mati Skúla Bjarnasonar, lögmanns Gunnars. „Það er orðið margstaðfest, þrátt fyrir fullyrðingar um hið gagnstæða, að það er ekki um nein ný gögn að ræða," sagði Skúli í samtali við Vísi.is í gær. Hann vísar þar til lögfræðiálita, sem unnin hafa verið til að meta hæfi Gunnars til að gegna starfi forstjóra. Gunnar hefur nú frest fram á næstkomandi þriðjudag til að skila andmælum við fyrirhugaða uppsögn stjórnarinnar á ráðningarsamningi hans. Fyrri frestir runnu út á mánudag og fimmtudag í þessari viku. Lára V. Júlíusdóttir, hæstaréttarlögmaður og sérfræðingur í vinnurétti, segist velta fyrir sér af hverju ekki hafi verið valin „lögformlega réttari leið" við að segja Gunnari upp störfum. Eftir því sem ráða megi af opinberri umræðu um málið sé Gunnar opinber starfsmaður og með kjör eftir því sem gerist og gengur um ríkisstarfsmenn. Því gildi um hann lög um númer 70 frá 1996 um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Alla jafna segir Lára að fólki í stöðu Gunnars sé ekki sagt upp nema að undangenginni áminningu. „Fyrst er áminningarferli þar sem fólki er tilkynnt um að til standi að veita því áminningu," segir Lára, en viðkomandi er þá gefið færi á að andmæla þeirri fyrirætlan. Taki vinnuveitandinn ekki tillit til þess er svo venjan að það líði einhver tími þar sem viðkomandi fær tækifæri til að bæta ráð sitt. „Þetta er ferlið sem lögin gera ráð fyrir nema eitthvert stórfellt brot hafi verið framið. Þá er gert ráð fyrir að viðkomandi sé vikið frá tímabundið á meðan málið er rannsakað." Lára segist ekki fyllilega átta sig á lögfræðinni að baki uppsagnarferli forstjóra Fjármálaeftirlitsins, því henni virðist sem færð séu rök fyrir beinni uppsögn. „Hafi maðurinn ekki fengið áminningu eða framið stórfellt brot, þá sé ég ekki annað en hann eigi að minnsta kosti rétt á bótum ef þessi uppsögn fer fram," segir Lára og útilokar ekki að stjórn FME vilji fara slíka leið. „Annaðhvort þá bætur sem um semjast eða fást með dómi." olikr@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn í október Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Sjá meira
Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn í október Viðskipti innlent
Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn í október
Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn í október Viðskipti innlent