Systurnar eru eins og svart og hvítt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2012 08:00 Elísa Viðarsdóttir í leik með ÍBV síðasta sumar. Mynd/Hag Eyjakonan Elísa Viðarsdóttir var í gær valin í A-landsliðshópinn fyrir Algarve-bikarinn en þetta er í fyrsta sinn sem landsliðsþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson velur hana í keppnishóp. Elísa mun hitta þar fyrir markadrottninguna og eldri systur sína Margréti Láru Viðarsdóttur sem er markahæsti leikmaður kvennalandsliðsins frá upphafi. Elísa var að sjálfsögðu í skýjunum þegar Fréttablaðið heyrði í henni í gær. „Þetta er mjög kærkomið enda er þetta draumur hvers knattspyrnumanns," sagði Elísa og þeir sem til hennar þekkja í Eyjum og annars staðar vita að hún hefur metnað til að ná langt. „Ég er búin að leggja mjög hart að mér síðastliðið ár og er búin vinna að því markvisst það að komast í landsliðið síðasta eina og hálfa árið," segir Elísa sem spilaði mjög vel með spútnikliði ÍBV í fyrrasumar en nýliðarnir náðu þá þriðja sæti deildarinnar. Elísa er fimm árum yngri en systir hennar Margrét Lára Viðarsdóttir sem hefur skorað 63 mörk í 77 A-landsleikjum. „Það hefur verið langþráður draumur að fá að spila með stóru systur enda hefur maður alltaf litið upp til hennar," segir Elísa sem er mjög ólíkur leikmaður enda spilar hún í vörninni og vanalega sem bakvörður. „Við erum eiginlega bara svart og hvítt," segir Elísa í léttum tón. Elísa er nýkomin heim frá Þýskalandi þar sem hún heimsótti stóru systur hjá þýska stórliðinu Turbine Potsdam. „Ég var í heimsókn hjá henni fyrir tveimur vikum og æfði með þeim hjá Potsdam. Það var rosalega gaman og þvílík reynsla sem ég fékk þar á þessum tíu dögum. Það gekk framar vonum," segir Elísa og hún ætlar sér langt. „Það er draumur númer eitt, tvo og þrjú að komast í eitt að bestu liðum í heimi. Maður þarf að taka þetta skref fyrir skref, byrja á því að koma sér í landsliðið og svo í liðið. Þá eru manni allir vegir færir því eins og landsliðið er í dag þá er þetta eitt besta landslið í heimi. Það hefur verið erfitt að komast í landsliðið síðustu ár enda stelpurnar alltaf að verða betri og betri. Það er frábært að vera byrjuð að banka á dyrnar," segir Elísa og hún er sannfærð um að æfingarnar í Potsdam hafi verið góður undirbúningur. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Sjá meira
Eyjakonan Elísa Viðarsdóttir var í gær valin í A-landsliðshópinn fyrir Algarve-bikarinn en þetta er í fyrsta sinn sem landsliðsþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson velur hana í keppnishóp. Elísa mun hitta þar fyrir markadrottninguna og eldri systur sína Margréti Láru Viðarsdóttur sem er markahæsti leikmaður kvennalandsliðsins frá upphafi. Elísa var að sjálfsögðu í skýjunum þegar Fréttablaðið heyrði í henni í gær. „Þetta er mjög kærkomið enda er þetta draumur hvers knattspyrnumanns," sagði Elísa og þeir sem til hennar þekkja í Eyjum og annars staðar vita að hún hefur metnað til að ná langt. „Ég er búin að leggja mjög hart að mér síðastliðið ár og er búin vinna að því markvisst það að komast í landsliðið síðasta eina og hálfa árið," segir Elísa sem spilaði mjög vel með spútnikliði ÍBV í fyrrasumar en nýliðarnir náðu þá þriðja sæti deildarinnar. Elísa er fimm árum yngri en systir hennar Margrét Lára Viðarsdóttir sem hefur skorað 63 mörk í 77 A-landsleikjum. „Það hefur verið langþráður draumur að fá að spila með stóru systur enda hefur maður alltaf litið upp til hennar," segir Elísa sem er mjög ólíkur leikmaður enda spilar hún í vörninni og vanalega sem bakvörður. „Við erum eiginlega bara svart og hvítt," segir Elísa í léttum tón. Elísa er nýkomin heim frá Þýskalandi þar sem hún heimsótti stóru systur hjá þýska stórliðinu Turbine Potsdam. „Ég var í heimsókn hjá henni fyrir tveimur vikum og æfði með þeim hjá Potsdam. Það var rosalega gaman og þvílík reynsla sem ég fékk þar á þessum tíu dögum. Það gekk framar vonum," segir Elísa og hún ætlar sér langt. „Það er draumur númer eitt, tvo og þrjú að komast í eitt að bestu liðum í heimi. Maður þarf að taka þetta skref fyrir skref, byrja á því að koma sér í landsliðið og svo í liðið. Þá eru manni allir vegir færir því eins og landsliðið er í dag þá er þetta eitt besta landslið í heimi. Það hefur verið erfitt að komast í landsliðið síðustu ár enda stelpurnar alltaf að verða betri og betri. Það er frábært að vera byrjuð að banka á dyrnar," segir Elísa og hún er sannfærð um að æfingarnar í Potsdam hafi verið góður undirbúningur.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki