Góðir straumar frá Toscana Trausti Júlíusson skrifar 23. janúar 2012 17:00 Synopsis með Stero & Pulse er fersk og nærandi plata en ekki byltingarkennd. Tónlist. Synopsis. Stereo & Pulse. Hljómsveitin Stereo Hypnosis er skipuð feðgunum Óskari og Pan Thorarensen. Hún var stofnuð í Flatey á Breiðafirði árið 2006. Synopsis er þriðja plata Stereo Hypnosis, en áður komu Parallel Island (2007) og Hypnogogia (2009). Hljómsveitin hefur verið dugleg við tónleikahald og hefur bæði spilað mikið hér á landi og erlendis. Hún á meðal annars að baki tónleikaferðir til Eystrasaltsríkjanna, Rússlands, Kanada og Ítalíu á siðustu tveimur árum. Synopsis er samstarfsverkefni með ítalska tónlistarmanninum Marco Galardi, sem kallar sig Pulse. Stereo Hypnosis hljóðritar gjarnan plöturnar sínar á óvenjulegum stöðum; Parallel Island var tekin upp í Flatey, Hypnogogia á Hellissandi og Synopsis var hljóðrituð í hlíðum Toscana-héraðs á Ítalíu. Tónlist Stereo Hypnosis er hæggeng og stemningsfull raftónlist. Á Synopsis eru fimm lög sem heita Synopsis 1-5 og voru tekin upp á fimm dögum. Tónlistin á Synopsis ber það með sér að vera að minnsta kosti að hluta til spunnin upp á staðnum. Hún á margt sameiginlegt með gamalli sveimtónlist, að því undanskildu að undir tónum Synopsis hljómar mjög ákveðinn raftónlistartaktur, sem herðir á tempóinu og gefur tónlistinn annan blæ. Útkoman er ekki byltingarkennd, en hljómar fersk og nærandi. Niðurstaða: Stemningsfull raftónlist frá feðgunum í Stereo Hypnosis. Mest lesið Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Lífið Slappur smassborgari Gagnrýni „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Menning Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Lífið „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Fleiri fréttir Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Tónlist. Synopsis. Stereo & Pulse. Hljómsveitin Stereo Hypnosis er skipuð feðgunum Óskari og Pan Thorarensen. Hún var stofnuð í Flatey á Breiðafirði árið 2006. Synopsis er þriðja plata Stereo Hypnosis, en áður komu Parallel Island (2007) og Hypnogogia (2009). Hljómsveitin hefur verið dugleg við tónleikahald og hefur bæði spilað mikið hér á landi og erlendis. Hún á meðal annars að baki tónleikaferðir til Eystrasaltsríkjanna, Rússlands, Kanada og Ítalíu á siðustu tveimur árum. Synopsis er samstarfsverkefni með ítalska tónlistarmanninum Marco Galardi, sem kallar sig Pulse. Stereo Hypnosis hljóðritar gjarnan plöturnar sínar á óvenjulegum stöðum; Parallel Island var tekin upp í Flatey, Hypnogogia á Hellissandi og Synopsis var hljóðrituð í hlíðum Toscana-héraðs á Ítalíu. Tónlist Stereo Hypnosis er hæggeng og stemningsfull raftónlist. Á Synopsis eru fimm lög sem heita Synopsis 1-5 og voru tekin upp á fimm dögum. Tónlistin á Synopsis ber það með sér að vera að minnsta kosti að hluta til spunnin upp á staðnum. Hún á margt sameiginlegt með gamalli sveimtónlist, að því undanskildu að undir tónum Synopsis hljómar mjög ákveðinn raftónlistartaktur, sem herðir á tempóinu og gefur tónlistinn annan blæ. Útkoman er ekki byltingarkennd, en hljómar fersk og nærandi. Niðurstaða: Stemningsfull raftónlist frá feðgunum í Stereo Hypnosis.
Mest lesið Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Lífið Slappur smassborgari Gagnrýni „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Menning Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Lífið „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Fleiri fréttir Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira